top of page

mið., 16. nóv.

|

Betri stofan - Firðinum

Mismunandi nálgun í markþjálfun - fyrirlestrar

Teymismarkþjálfun, skólamarkþjálfun, kynlífsmarkþjálfun og ADHD markþjálfun eru allt dæmi um mismunandi nálganir í markþjálfun. En um hvað snýst hver nálgun og hvernig fer hún saman með ICF viðmiðum eða er frábrugðin því sem við köllum „hrein markþjálfun”?

Lokað er fyrir skráningu
Skoða aðra viðburði
Mismunandi nálgun í markþjálfun - fyrirlestrar
Mismunandi nálgun í markþjálfun - fyrirlestrar

Tímasetning

16. nóv. 2022, 17:00 – 19:00

Betri stofan - Firðinum, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjordur, Iceland

Um viðburð

Til að gefa okkur innsýn í mismunandi nálgun í markþjálfun höfum við fengið valinkunna vottaða ICF markþjálfa sem hafa sérhæft sig í markþjálfun fyrir ákveðna markhópa eða viðfangsefni sem þau brenna fyrir.

Kristín Þórsdóttir

Kynlífs markþjálfi og ACC markþjálfi

„Það er minn eldmóður að aðstoða fólk við að vaxa og ná markmiðum sínum."

Kristín deilir reynslu sinni sem kynlífs markþjálfi. Hvernig hún hjálpar fólki að bæta kynlífið sitt, nánd og sambönd en einnig að sigrast á hinum ýmsu hindrunum. Einnig hvernig alltaf má gera gott kynlíf betra.

Sigrún Jónsdóttir

ADHD markþjálfi og ACC markþjálfi

„Ég hef ástríðu til að stuðla að vexti og árangri einstaklinga og fjölskyldna sem takast á við daglegar hindranir sem oft fylgja ADHD og einhverfurófinu."

Sigrún deilir því hvernig ADHD markþjálfun styður við það ferli sem hver einstaklingur þarf/vill til að skapa sér veruleika til að blómstra. Það á við um daglegt líf, nám, skóla, þekkja eigin mörk og yfirstíga áskoranir sem tengdar eru ADHD og einhverfurófinu.

Örn Haraldsson

Teymisþjálfari og PCC markþjálfi

„Ég hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu."

Örn deilir því hvernig hann hefur undanfarin 8 ár teymisþjálfað til að hraða lærdómi, auka árangur og starfsánægju teyma og einstaklinga.

Ingunn Ásta Sigmundsdóttir

Skólamarkþjálfi og PCC markþjálfi

„Ég er sérstaklega áhugasöm um mannrækt og hvers konar valdeflingu einstaklinga."

Ingunn Ásta deilir reynslu sinni af því að markþjálfa fjölda nemenda á unglingastigi í Háteigsskóla.

Deila

Screen Shot 2023-01-04 at 19.21.10.png

- Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað -

Fyrirlesarar á Markþjálfunardeginum
​RÁÐSTEFNA Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA
2. febrúar 2023

bottom of page