top of page

SKRÁNING Í FÉLAGIÐ

Til að fullnægja kröfum um inngöngu í ICF Iceland, félag markþjálfa á Íslandi þurfa umsækjendur að hafa lokið viðurkenndu námi í markþjálfun samkvæmt alþjóðlegum eða evrópskum stöðlum.ā€‹ā€‹


Félagsmaður skal skila sönnum og uppfærðum skráningarupplýsingum um sig til félagsins og er stjórn og siðanefnd heimilt að kalla eftir staðfestingu á réttmæti upplýsinganna. 


Gerist félagsmaður uppvís að því að deila röngum upplýsingum um menntun, þjálfun, reynslu eða annað getur stjórn og siðanefnd hafnað félagsaðild og vísað viðkomandi úr félaginu.

 

Ákvörðun stjórnar, um það hvort skilyrði félagsins séu uppfyllt og hvort starfsemi umsóknaraðila sé í samræmi við siðareglur félagsins, byggir á innsendum gögnum frá umsóknaraðila. Stjórn áskilur sér rétt til að hafna umsókn um félagsaðild ef menntunarkröfum er ekki fullnægt.

 

Siðanefnd hefur rétt til þess að vísa félagsmanni úr félaginu verði hann uppvís af því að starfa ekki í anda opinberra siðareglna og gilda félagsins. Öllum ákvörðunum siðanefndar er hægt að vísa til stjórnar.ā€‹

 

Félagsaðild getur verið tvenns konar

ā€‹

ICF Global + Iceland Chapter
Eingöngu ICF Iceland

Hafir þú skráð þig í gegnum ICF Global og valið Iceland Chapter biðjum við þig að senda okkur afrit af greiðslu félagsgjalda á icf@icficeland.is. Þegar kvittun hefur verið móttekin færð þú sendan hlekk til þess að skrá þig inn á þitt svæði.

ā€‹

Þeir markþjálfar sem kjósa að taka þátt í starfsemi ICF Iceland án þess að hafa aðgang að starfsemi ICF Global, fylla út skráningarformið.

ā€‹

bottom of page