MARKÞJÁLFUN

Með markþjálfun gefst einstaklingum tækifæri til að skoða sjálfa sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaði við markþjálfa sem hefur hlotið faglega þjálfun. Um samtal er að ræða þar sem marksækjandinn velur umræðuefnið en markþjálfinn stýrir samtalinu.

Hvernig markþjálfar vinna

Markþjálfar vinna að því að virkja sköpunargleði einstaklinga, hvetja þá til athafna, hreyfa við hlutum og finna farveg til þess að koma markmiðum í framkvæmd. Litið er svo á að hver einstaklingur sé sérfræðingur í sínu

lífi og að allir geti verið skapandi og náð árangri.

  • Þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að setja sér markmið og framfylgja þeim.
     

  • Samstarf byggt á gagnkvæmu trausti og trúnaðarsambandi milli markþjálfa og marksækjanda.
     

  • Krefjandi og skapandi ferli þar sem unnið er á styrkleikum hvers og eins til að hámarka árangur.
     

  • Marksækjandi er hvattur til að stíga út úr þægindahringnum og sjá tækifærin í lífinu.

Image by Green Chameleon

Viðurkennd aðferðafræði

Markþjálfun hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim og er viðurkennd sem árangursrík aðferðafræði. Ástæðan er einfaldlega sú að hún skilar árangri. Þeir sem notið hafa góðrar markþjálfunar, hvort sem er í tengslum við störf sín eða í einkalífi, segja hana framúrskarandi tæki til að ná markmiðum, breyta hegðun eða einfaldlega til að hugsa lífið upp á nýtt.

Aukinn árangur

Markþjálfun bætir samskipti og aðstoðar einstaklinga við að ná betri árangri í lífi og starfi. Markþjálfinn aðstoðar marksækjanda að víkka sjóndeildarhringinn, fara út fyrir þægindarammann og koma auga á lausnir. Fjölmörg fyrirtæki hafa einnig náð mælanlegum árangri með markþjálfun sem hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu.

Image by krakenimages

Spurningar um markþjálfun