top of page
Stadreyndir_ICF.jpg
Hver er helsti ávinningur markþjálfunar að mati þeirra sem hafa nýtt sér hana?
Lestu um reynslu þeirra sem hafa náð árangri í einkalífi eða í sínu fyrirtæki með aðstoð faglegs markþjálfa
Nú þegar „allir" hafa lært aðferðir markþjálfunar, hvaða gildi hafa gæðavottanir í faginu?
Kannaðu hvers vegna það skiptir máli fyrir þig eða fyrirtæki þitt að vinna með faglegum markþjálfa
Hvernig vel ég og hvar finn ég „rétta" markþjálfann?
Lestu um hvernig þú berð þig að við að leita eftir faglegum markþjálfa sem hentar þínum þörfum eða þíns fyrirtækis

Markþjálfun á rætur að rekja til fræðigreina á sviði jákvæðrar sálfræði og þjálfunar. Með markþjálfun á ICF grunni gefst einstaklingum tækifæri til að skoða sjálfa sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaðarsamskiptum við markþjálfa sem hefur hlotið faglega þjálfun í gegnum viðurkennt ICF nám. Um framfaradrifna samtalstækni er að ræða þar sem einstaklingurinn velur umræðuefnið en markþjálfinn heldur utan um samtalið. 

STAÐREYNDIR UM MARKÞJÁLFUN
ā€‹      í tali og tölum

42%

aukin samskiptahæfni

41%

betra sjálfsmat og aukið sjálfstraust

38%

aukin framleiðni

35%

aukin vellíðan

33%

aukin vinnusemi

30%

bætt stjórnun fyrirtækja

30%

auknir atvinnumöguleikar

Hvers vegna markþjálfun?

Í nýlegri alþjóðlegri rannsókn sem ICF hefur látið framkvæma, telja svarendur upp helstu ástæður fyrir því að þeir hugleiði að sækja sér markþjálfun. Flest hafa væntingar um að markþjálfun geti hámarkað möguleika þeirra, bætt viðskiptin, ýtt undir starfsframa eða hjálpi þeim að skilgreina styrkleika sína og veikleika (ICF Global Consumer Awareness Study 2022).

ā€‹

Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að ná betri árangri í lífi og starfi. Markþjálfinn skorar á, veitir aðstoð við að fá skýra sýn á tilganginn, víkka sjóndeildarhringinn, forgangsraða og koma auga á lausnir.

ā€‹

Í markþjálfun má dýpka sjálfsþekkinguna til muna með því að fá stuðning við að skoða hvar áhugahvötin liggur í samhljómi við persónuleg gildi og styrkleika. Jákvæð og uppbyggileg sjálfsskoðun í markþjálfunarferlinu er til þess fallin að styrkja einstaklinginn og auka lífsgæði hans.

ā€‹

Reynslan sýnir einnig að fjölmörg fyrirtæki freista þess að ná mælanlegum árangri með markþjálfun sem hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu og hvetur til helgunar í starfi.

Hver er helsti ávinningur markþjálfunar?

Aukin samskiptahæfni, betra sjálfsmat og aukið sjálfstraust, aukin framleiðni, vellíðan, vinnusemi, bætt stjórnun fyrirtækja og auknir atvinnumöguleikar er meðal þess sem svarendur í alþjóðlegri könnun nefna sem helsta ávinning þess að hafa sótt sér markþjálfun (ICF Global Consumer Awarness Study 2022).

ā€‹

Með markþjálfun getur góður starfsmaður orðið enn betri og framþróun í starfi gengið betur fyrir sig. Markþjálfun er tilvalin leið til að ýta undir færni, áhugahvöt og vellíðan starfsmanna en hún getur líka verið árangursrík leið til að taka á vandamálum sem upp koma og eru tengd hegðunarmynstri og samskiptum. Loks er markþjálfun beitt til að styðja við stjórnendur, auka stjórnendahæfni þeirra og vinna með einstaklingum og teymum í gegnum breytingar.

ā€‹

--------------------------

ā€‹

„Mæli með að prófa markþjálfun. Það hjálpar manni að sjá hlutina í skýru ljósi, styrkir mann í því að setja sér markmið og vinna að sinni eigin vellíðan. – Hjálpaði mér að setja hlutina í samhengi og líka svo gott að læra að það er maður sjálfur sem ber ábyrgð á sér – hvernig ætla ég að breyta til hjá mér."

ā€‹

ā€‹Sólveig Þórarinsdóttir, leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg

83%

þeirra sem nýta sér markþjálfun telja það mikilvægt eða mjög mikilvægt að markþjálfinn þeirra hafi hlotið viðurkenningu eða vottun í faginu sem slíkur

<10%

Vel innan við einn tíundi þeirra sem fara í gegnum viðurkennt ICF grunnnám í markþjálfun á Íslandi hafa tekið hana á næsta stig fagmennskunar með því að hljóta vottun á færni sína og fagvitund

Hver getur titlað sig markþjálfa?

Markþjálfi er ekki lögverndað starfsheiti og því geta allir áhugasamir titlað sig sem slíkur.

ā€‹

International Coaching Federation (ICF) eru stærstu markþjálfafagsamtök heims. Samtökin eru leiðandi á sviði gæðastaðla í faginu og eru virtasti vottunaraðili markþjálfaranáms og markþjálfa á heimsvísu.

ā€‹

Markþjálfar sem hafa farið í gegnum viðurkennt grunnnám frá ICF hafa uppfyllt ákveðnar menntunarkröfur og hlotið skilning á þjálfunarhæfni sem setur viðmið til grundvallar faginu. Að auki er viðurkenndum ICF markþjálfum uppálagt að fylgja siðferðilegum viðmiðunarreglum til verndunar sínum viðskiptavinum. 

Hvaða virði felst í vottun markþjálfa?

Það er á allra vörum að markþjálfum sem ljúka viðurkenndu ICF grunnnámi fer ört fjölgandi á Íslandi. Því ber ákaft að fagna.

 

Færri vita að vel innan við einn tíundi þeirra sem lært hafa aðferðafræði markþjálfunar hér á landi hafa tekið hana á næsta stig fagmennskunnar með því að hljóta gæðavottun á færni sína og fagvitund. Samfara stíganda í reynslu sem fæst með fjölda samtala, viðbótarmenntun og mentorþjálfun í faginu geta markþjálfar sóst eftir ACC, PCC eða MCC hæfnisvottun frá ICF.*

 

Vottun frá ICF sannar virði sitt þegar kemur að viðurkenningu á gæðum náms eða á færni og fagvitund einstaka markþjálfa. Fyrir vottaðan markþjálfa liggur virðið í gæðum þeirrar þjálfunar sem hann hefur hlotið og í vitnisburði um gæðastaðal þeirrar þjónustu sem hann er fær um að veita. Fyrir viðskiptavini hans liggur virðið í þeirri vissu að markþjálfinn hafi hlotið faglega leiðsögn og að gæðavottun hans feli í sér heilindi hans sem fagmanneskju.

 

Til að fá gæðavottun þarf viðurkenndur markþjálfi að standast skriflegt próf og fara í gegnum færnismat hjá alþjóðasamtökum ICF. Þá þarf hann að hafa lokið ákveðnum fjölda kennslustunda, samtala og mentormarkþjálfunartíma til samræmis við þær kröfur sem liggja að baki hverju vottunarstigi. Í færnismatinu felst að markþjálfar þurfa að skila inn tveimur upptökum með handritum af raunverulegum markþjálfasamtölum sem sýna fram á hæfni til að nota alla helstu grunnfærnisþætti markþjálfunar í samtali.

 

Gæðavottun ICF gildir í þrjú ár í senn. Endurnýjun vottunar krefst þess að markþjálfi standist próf úr siðareglum ICF og skili inn staðfestingu á endurmenntun og ákveðnum tímafjölda í mentormarkþjálfun.

ā€‹

-------------------------

--------

*Þeir markþjálfar sem lokið hafa viðurkenndri þjálfun í gegnum ICF vottað nám, hafa til viðbótar staðist hæfismat og hlotið gæðavottun á færni sína og fagleg vinnubrögð frá alþjóðasamtökum ICF, eru auðkenndir ACC, PCC eða MCC* markþjálfar.

 

Munur á milli auðkennanna þriggja liggur í námslengd og reynslu byggða á fjölda samtala sem býr að baki hverju vottunarstigi. Samfara því felst stigsmunur vottunar í viðurkenningu á færni markþjálfans til að dýpka markþjálfasamtöl með áherslu á einstaklinginn sjálfan, umfram eða samhliða viðfangsefni hans.

ā€‹ā€‹

Associate Certified Coach (ACC)

Professional Certified Coach (PCC)

Master Certified Coach (MCC)

Screen Shot 2022-10-06 at 18.38.24.png

55%

þeirra sem nýta sér markþjálfun hjá ACC, PCC eða MCC vottuðum markþjálfa eða þeim sem hefur lokið viðurkenndu markþjálfanámi eru mjög ánægðir með reynslu sína

27%

þeirra sem nýta sér markþjálfun hjá óvottuðum markþjálfa eða þeim sem ekki hefur lokið viðurkenndu námi eru mjög ánægðir með reynslu sína 

Hvernig vel ég markþjálfa?

Í upphafi er mikilvægt að kynna sér hvort markþjálfinn hafi tileinkað sér aðferðafræði markþjálfunar sem byggir á ákveðinni kjarnahæfni (Core Competences) og vinni eftir þeim leiðsagnareglum (Guiding Principles) og siðareglum (Code of Ethics) sem kveðið er á um í faginu og allir sem hafa farið í gegnum ICF viðurkennt nám eiga að kunna skil á. Tvöflalt fleiri reynast mjög ánægðir með reynslu af markþjálfun hjá viðurkenndum eða vottuðum markþjálfa en þeir sem eru mjög ánægðir með reynslu af markþjálfun hjá þeim sem ekki hafa lokið viðurkenndu markþjálfanámi. (ICF Global Consumer Awarness Study 2022).

 

Gott samband á milli markþjálfa og marksækjanda byggir á trausti. Eftir stakan tíma ætti að vera auðvelt fyrir þann sem sækir markþjálfun að gera sér grein fyrir hvort samhljómur ríki milli aðila sem vert er að byggja trúnaðartraust á. Það sem hentar einum einstaklingi þarf ekki að henta öðrum.

 

Við val á markþjálfa er einnig gott að gera sér grein fyrir hverju sóst er eftir að ná fram með markþjálfuninni þar sem markþjálfar með færni á ICF grunni gefa sig sumir hverjir út fyrir að þjónusta áveðinn markhóp á afmörkuðu sviði.

 

Viðfangi markþjálfunar má gróflega skipta upp í leiðtogaþjálfun (Executive Coaching) og lífsþjálfun (Life Coaching). Leiðtogaþjálfun miðar sérstaklega að því að bæta árangur stjórnenda en í lífsþjálfun er fremur unnið með viðfangsefni tengd einkalífinu.

 

Markþjálfar sem hlotið hafa ICF gæðavottun á færni sína og fagmennsku búa yfir hæfni til að markþjálfa einstaklinga óháð viðfangsefni. Sjá frekari útlistun á vottunarstigum markþjálfa hér fyrir neðan.

ā€‹

-------------------------

ā€‹

Þeir markþjálfar sem lokið hafa viðurkenndri þjálfun í gegnum ICF vottað nám, hafa til viðbótar staðist hæfismat og hlotið gæðavottun á færni sína og fagleg vinnubrögð frá alþjóðasamtökum ICF, eru auðkenndir ACC, PCC eða MCC* markþjálfar.

 

Munur á milli auðkennanna þriggja liggur í námslengd og reynslu byggða á fjölda samtala sem býr að baki hverju vottunarstigi. Samfara því felst stigsmunur vottunar í viðurkenningu á færni markþjálfans til að dýpka markþjálfasamtöl með áherslu á einstaklinginn sjálfan, umfram eða samhliða viðfangsefni hans.

ā€‹ā€‹

Associate Certified Coach (ACC)

Professional Certified Coach (PCC)

Master Certified Coach (MCC)

Hvar finn ég „rétta" markþjálfann?

ICF Iceland leggur metnað í að markþjálfar í fagfélaginu tileinki sér aðferðafræði markþjálfunar sem byggir á ákveðinni kjarnahæfni og vinni eftir þeim leiðsagnar- og siðareglum sem kveðið er á um í faginu og allir sem hafa farið í gegnum ICF viðurkennt nám eiga að kunna skil á. 

 

Góður markþjálfi hjálpar marksækjanda að víkka sjóndeildarhringinn, fara út fyrir þægindarammann og koma auga á hvernig hægt er að yfirstíga mögulegar hindranir. Það sem gerir góðan markþjálfa að afburða markþjálfa er sú þjálfun sem hann hefur hlotið í beitingu eigin innsæis og gæðavottunarstig hans er til vitnis um. Afburða markþjálfi beitir innsæi sínu til að spyrja marksækjandann réttu spurninganna í takt við framvindu samtalsins en varast að nota það til að hrapa að eigin ályktunum.

 

Það sem góður og faglegur ICF markþjálfi gerir ekki er að dæma um, gefa ráð eða stýra útkomunni þar sem slík inngrip eru til þess fallin að hamla sköpunarferlinu sem á sér annars stað innra með einstaklingnum sjálfum og er helsti hvatinn að árangri. Í raun þarf framúrskarandi markþjálfi ekki að hafa neina sérþekkingu á viðfangsefni hvers og eins. Hann þarf hinsvegar að vera sérfræðingur í að hýsa samtalið á faglegan og framfaramiðaðan hátt.

ā€‹

ā€‹Hér er að finna samansafn virkra markþjálfa í félaginu sem skráð hafa sig á vefsíðuna með upplýsingum um hvað þeir hafa fram að færa.

ā€‹

ā€‹

bottom of page