top of page

Davíð og Kristrún

Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop og Kristrún Anna Konráðsdóttir CTPC teymis- og ACC markþjálfi hafa ríka reynslu af teymis- og markþjálfun innan ört vaxandi fyrirtækis.


Fyrirlesarar á Markþjálfunardeginum 2023
Markþjálfunardagurinn 2023 - Kristrún Konráðsdóttir og Davíð Gunnarsson fyrirlesarar á ráðstefnu.

Um fyrirlesturinn


Að rækta árangur í umhverfi óvissu og hraða


Davíð og Kristrún ræða um tilraunir Dohop í teymis- og markþjálfun. Þar skoða þau hvernig þörf er á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja sem starfa í umhverfi hraða og óvissu. Þessi nálgun byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda árangurs. Nálgunin gerir ríka kröfu á leiðtoga að þeir séu tilbúnir að þolast við í óvissu, treysta ferlinu, gera tilraunir, aðlagast hratt og sjá árangur í fleiru en krónum og aurum.

51 views

Related Posts

See All

Kaveh Mir

bottom of page