top of page

Í hvernig umhverfi vilt þú vinna?

Þegar kemur að reynslu og viðskiptum innan markþjálfunnar er Kaveh hafsjór af upplýsingum sem hann er mjög gjöfull á. Hann hefur unnið innan stærstu fyrirtækja heims og verður áhugavert að heyra hvernig hann nálgast þá viðskiptavini bæði faglega og viðskiptalega.



Á vinnustofunni mun hann til að mynda galopna viðskiptamódelið sitt, sýna hvernig hann vinnur að því, gefa þátttakendum sína uppskrift og ræða viðskiptahlið vinnunnar.


,,Mér finnst mikilvægt að eiga opnar og heiðarlegar samræður um viðskiptahlið markþjálfunar, innan okkar raða því þetta er lifibrauð okkar” segir Kaveh ,,og vinnustofurnar eru til að mynda mjög góður vettvangur til þess”.

Hann segir alla þurfa skothelda viðskiptaáætlun, hvar þeir vilja staðsetja sig, hvernig umhverfi þeir vilji vinna í o.s.frv., og þegar við biðjum um útskýringu á því svarar hann að bragði ,,Það vilja ekki allir vinna sjálfstætt heldur geta mikið frekar hugsar sér að vera teymis- og stjórnendaþjálfar hjá einu fyrirtæki eða stofnun og þá er mikilvægt að átta sig á hvernig aðstæðum maður vill vinna í”.


Þá mun hann einnig ræða um geðheilsu, velsæld og frammistöðu, hvernig þetta helst allt í hendur og hvort eða hvernig markþjálfunar módel séu fyrir slíkar áherslur.


,,Geðheilsa er orðin að hörðu málunum innan fyrirtækja og stofnana og markþjálfar geta stutt við það stóra málefni, ekki bara spurt krefjandi spurninga heldur einnig opnað augu stjórnenda og starfsmanna fyrir því hvernig þetta hefur áhrif á frammistöðuna”.

Kaveh er umhugað um að opna dyr fyrir öllum þeim sem ráðstefnuna sækja og leggur áherslu á að á vinnustofunum til að mynda muni hann gefa mörg dæmi úr sinni vinnu, því þannig getur hann gefið af sér og þjónað markþjálfunarsamfélaginu ,,vinnustofurnar og ráðstefnan er kjörið tækifæri til að vekja athygli á okkur og málefninu sem íslenskt atvinnulíf getur svo sannarlega nýtt sér. Ég hlakka til að vinna með Tonyu og Malcolm, læra af þeim og ykkur öllum” segir hann brosandi að lokum.


Fyrirlestur Kaveh á ráðstefnunni „Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað" á Markþjálfunardaginn ber yfirskriftina Exploration of how Coaching benefits Mental Health, Well Being and Performance.


Ráðstefnan er fyrir leiðtoga, mannauðsfólk og markþjálfa þann 2. febrúar en deginum áður verður boðið upp á vinnustofur fyrir markþjálfa.


Ekki missa af þessum stærsta árlega viðburði markþjálfunar. Miðasala er á tix.is.



110 views

Related Posts

See All
bottom of page