top of page

Gleðilegt starfsár framundan

Kæri markþjálfi.


Vertu velkominn að taka frá 14. september en þá munum við að hittast í fyrsta sinn á nýju starfsári og hafa gleði og gaman, öll saman. Nýliðar í faginu eru boðnir alveg sérstaklega velkomnir og ætlum við að taka vel á móti ykkur öllum.


Nýja stjórnin átti sinn annan fund í fyrradag, miðvikudaginn 21. júní. Það ríkti góður andi í hópnum og ljóst að það er bjart starfsár framundan.



Kæri félagi.


Það gleður okkur að hafa þig um borð, án félaga er ekkert félag og saman getum við gert stórkostlega hluti. Fyrir þig sem átt eftir að skrá þig formlega í ICF Iceland, vertu velkominn að heyra í okkur ef vantar skýra mynd á hvað það gefur að vera í félaginu - Hjartanlega velkomið að hafa samband í tölvupósti með símanúmeri og við hringjum glöð til baka.


Stjórnin var svo peppuð að hún tók ákvörðun um að merkja með það sama við daga inn í viðburðadagatal fyrir allt starfsárið í heild.


Annan hvern fimmtudag í mánuði má búast við skemmtilegum og fræðandi uppákomum hjá félaginu og svo er aldrei að vita nema aukalegir viðburðir bætist við (nokkrir erlendir á dagskrá).

Hér kemur uppkastið okkar af mánaðarlegum viðburðum félagsins svo þið getið tekið frá dagana í tíma. Dagatalið er þó gert með fyrirvara um breytingar:


14. september - „Kick off" inn í nýtt félagsár og nýliðakynning

12. október - Fræðslutengd uppákoma - samvera

9. nóvember - Fræðslufundur siðanefndar - vinnustofa

12. desember - Afmælishúllumhæ

11. janúar - Fræðslutengd uppákoma - samvera

15. febrúar - Markþjálfunardagurinn 2024

14. mars - Fræðslutengd uppákoma - samvera

11. apríl - Fræðslufundur siðanefndar - vinnustofa

23. maí - Aðalfundur félagsins



Njóttu sumarsins kæri markþjálfi og félagi. Mikið sem við hlökkum til að hittast í haust og eiga gleðilegt starfsár framundan!


Kveðja frá stjórn ICF Iceland.


156 views

Related Posts

See All
bottom of page