Anna María Þorvaldsdóttir ACC, stjórnendamarkþjálfi, mannauðsstjóri, MBA og Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi og NLP master coach leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur hafi hugrekki til að stíga sterkt inn í hlutverk sitt, séu með skýra væntingastjórnun á sama tíma og þeir setja sálrænt öryggi og velferð starfsmanna í forgrunn.
Um fyrirlesturinn
Vegferð stjórnandans til árangurs
Anna María og Inga munu ræða um ferðalagið og hugarfarið sem stjórnandi þarf að hafa til að ná árangri og skapa velsæld til langframa.