Aldís Arna Tryggvadóttir PCC markþjálfi hjá Heilsuvernd, dáleiðari, leiðbeinandi í markþjálfanámi, streituráðgjafi og umdæmisstjóri Streituskólans á Vesturlandi og Jón Magnús Kristjánsson sérfræðingur í bráðalækningum, fyrrum yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, ráðgjafi heilbrigðisráðherra, leiðtogi viðbragðsteymis heilbrigðisráðuneytisins og fyrrum framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd hafa átt farsælt og árangursríkt markþjálfunarsamband.
Aldís Arna Tryggvadóttir er einnig ráðstefnustjóri Markþjálfunardagsins.
Um fyrirlesturinn
Tímamótatal
Þau Aldís Arna og Jón Magnús ræða um samband markþjálfa og marksækjanda, hvernig þau unnu saman og hvernig hún markþjálfaði hann hreinlega í burtu frá Heilsuvernd og inn á ný mið.
Comments