Ragnheiður Björgvinsdóttir
ACC markþjálfi
Ragnheiður er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus. Einnig hefur Ragnheiður meistaragráðu í mannauðsstjórnun og margra ára starfsreynslu í mannauðsmálum á fjölbreyttum vinnustöðum þar sem hún hefur aðstoðað stjórnendur og annað samstarfsfólk við að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í störfum sínum.
Ragnheiður markþjálfar bæði einstaklinga á eigin vegum og starfsfólk og stjórnendur á vinnustöðum þar sem hún leggur áherslu á að hjálpa einstaklingum að dafna og hámarka velgengni. Hún hefur sérstakan áhuga á því að blanda saman markþjálfun og reynslu sinni af mannauðsstjórnun, ráðningum og starfsþróun. Í markþjálfun leggur Ragnheiður áherslu er á sjálfsþekkingu og að hver og einn finni sína braut í lífi og starfi þar sem styrkleikar og aðrir persónueiginleikar njóta sín best.