Alma Rut Kristjánsdóttir
ACC markþjálfi
Alma Rut er útskrifaður stjórnendamarkþjálfi (Executive Coach) frá Háskólanum í Reykjavík (Coach-U), vottaður High Performance Coach og hefur einnig ACC vottun frá ICF.
Alma býður upp á hefðbundna markþjálfun og einnig hástigs frammistöðu þjálfun (High Performance Coaching) þar sem takmarkið er að ná árangri fram yfir meðallag, viðvarandi á löngu tímabili, á meðan haldið er í vellíðan og jákvæð sambönd. Í þjálfuninni er stefnt að því að öðlast meiri hamingju, árangur, fullnægju og bæta frammistöðu á öllum sviðum lífsins!
Alma er líka nemi í sálfræði við Háskólann á Akureyri þannig að hún býr yfir víðtækri þekkingu á þessu sviði.
Alma Rut hefur unnið sem atvinnusöngkona síðan 2004, hefur verið í fyrirtækjarekstri og verkefnastjórnun í fjölda ára, er tveggja unglinga móðir og mikið skipulagsnörd.
6995222
Linkedin slóð
Vefsíðu slóð
