top of page

Aldrei, aldrei, aldrei gefast upp!


Herra Winston Churchill er mörgum þekktur og var meðal annars breskur stjórnmálamaður, starfaði í hernum og var einnig blaðamaður og rithöfundur sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1953.

Herra Churchill átti engu að síður á vissum tíma erfitt með að læra sitt eigið móðurmál, ensku og tók það hann þrjú ár að ljúka áttunda bekk! Því má segja að það sé nokkuð skondið að árum síðar var hann beðinn að halda útskriftarræðu við merka menntastofnun í eigin heimalandi, Oxford háskóla. Hann mætti í sínum vanalega útbúnaði, með vindil, staf og pípuhatt sem hann hafði með sér hvert sem hann fór. Er Churchill gekk að pontunni stóðu áhorfendur upp og fögnuðu honum ákaft. Með einstaklega virðulegu yfirbragði og yfirvegun fékk hann áhorfendur til að ljúka klappi og fögnuði og stóð öruggur fyrir framan þá. Hann fjarlægði vindilinn og setti pípuhattinn varlega á pontuna áður en hann leit til áhorfenda sem biðu spenntir eftir orðum þessa merka manns. Með sterkan, kraftmikinn róm sinn kallaði hann loks yfir salinn; “Aldrei gefast upp!” Nokkrar sekúndur liðu áður en hann reis á tær sér og endurtók hátt og með enn meiri krafti; “Aldrei, aldrei, aldrei gefast upp!” Orð hans voru sterk og kraftmikil og ómuðu sem þrumur í eyru áhorfenda og hefði mátt heyrast í nál detta af spenningi fyrir næstu orðum hans er Churchill teygði sig rólega í hatt sinn og vindling, gerði sig stöðugan með staf sínum og gekk frá pontu.  Ræðu hans var lokið.


Herra Winston Churchill, maður sem átti auðvelt með orð og skrif og hafði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels, þrátt fyrir örðugleika á sínum fyrri árum, fannst þessi einföldu orð vera þau merkustu og sterkustu sem hann gat mögulega gefið þessum útskriftarnemum.


Ef þú vilt ná árangri í lífi og starfi þá þarftu í raun aðeins að finna út og vita hvert þú stefnir og síðan hanna og stíga skrefin sem koma þér þangað. Það er ekkert sem getur í raun staðið í vegi fyrir þér. Þannig að þú skalt aldrei, aldrei, aldrei gefast upp!12 views0 comments

Related Posts

See All

Comentarios


bottom of page