top of page

Viðburður siðanefndar

fim., 14. mar.

|

Opni háskólinn - HR

David Lynch og Þóra Magnea, fulltrúar siðanefndar ICF Iceland bjóða til viðburðar um siðamál markþjálfa og áskoranir þeim tengdum. Viðburðurinn gefur 2 CCE einingar.

Registration is closed
See other events
Viðburður siðanefndar
Viðburður siðanefndar

Tímasetning

14. mar. 2024, 17:00 – 19:00

Opni háskólinn - HR, Menntavegur, 101 Reykjavík, Iceland

Um viðburð

Sem fyrr má gera ráð fyrir lærdómsríkum viðburði. Fyrri viðburðir siðanefndar í formi „Case Study" hafa verið vel sóttir enda mikill faglegur lærdómur fólginn í því að máta siðareglur markþjálfa inn í hvers kyns aðstæður.

Markþjálfar og fulltrúar okkar í siðanefnd, Davíð Lynch PCC og Þóra Magnea, munu velta upp siðferðilegu álitaefni í tengslum við tvo málaflokka sem eru í stöðugri þróun hérlendis sem erlendis. Þeir eru markþjálfun í skólaumhverfinu og notkun gervigreindar í okkar fagi. Rýnt verður í dæmisögur og farið í faglegt samtal um það sem hafa ber í huga til að hlúa að orðspori okkar sjálfra og fagsins okkar.

Deila

bottom of page