fim., 12. jan.
|Verbúð - salur
Sjónarhorn leiðbeinenda í markþjálfanámi - Fyrri hluti
Hvernig sjá leiðbeinendur í faginu okkur markþjálfa, markþega og aðferðina? Fyrirlesarar eru Laufey Haraldsdóttir PCC, leiðbeinandi hjá Profectus og Hrafnhildur Reykjalín PCC, leiðbeinandi hjá Evolvia. Viðburðurinn veitir CCE einingar.
Tímasetning
12. jan. 2023, 17:00 – 19:00
Verbúð - salur, Geirsgata 7b, Reykjavík
Um viðburð
Við lærum á mismunandi hátt. Þess vegna eru sjónarhorn mikilvægur þáttur í því að vaxa og dafna í lífi og starfi. Sjónarhorn okkar markþjálfa er gjarnan á okkur sjálf, á okkar markþega og einnig á þá sem kenna okkur. En hvernig sjá leiðbeinendur í faginu okkur markþjálfa, markþega og aðferðina?
Í þessum viðburði fáum við að skyggnast inn í hug og hjörtu þeirra sem kenna markþjálfun. Viðburðurinn er annar af tveimur með sömu yfirskrif en á þessum fyrri sem fram fer í raunheimum þann 12. janúar munu Laufey Haraldsdóttir PCC, leiðbeinandi hjá Profectus og Hrafnhildur Reykjalín PCC, leiðbeinandi hjá Evolvia gefa okkur innsýn í sína nálgun og reynslu.
Þann 23. febrúar munu svo Cheryl Smith og Hilary Oliver MCC markþjálfar og leiðbeinendur í markþjálfanámi hjá HR vera með okkur á ZOOM. Sá viðburður fer fram á ENSKU.
Ekki missa af þessu magnaða tækifæri - Lærum meira af þeim sem hafa kennt okkur!