Pepp fyrir plan 2024
fim., 28. des.
|ZOOM: https://us06web.zoom.us/j/83401926698
Um er að ræða klukkustundar örnámskeið á netinu fyrir sjálfstætt starfandi markþjálfa svo þeir geti skipulagt verkefnin sín yfir árið og stjórnað tíma sínum á skemmtilegan og sjónrænan hátt.


Tímasetning
28. des. 2023, 17:00 – 18:00
ZOOM: https://us06web.zoom.us/j/83401926698
Um viðburð
Námskeiðið hentar einstaklega vel þeim sem eru með fingurna í mörgum verkefnum og vilja ná markvissari fókus og nota sjálfsmarkþjálfun á rekstur sinn, en á sama tíma sýna sér sjálfsmildi og taka frá tíma til að hlúa að sér og sínu persónulega lífi. Þátttakendur fá excelskjal með yfirliti og tilbúnum formum sem hægt er að breyta eftir þörfum hvers og eins.
Valdís Hrönn markþjálfi átti frumkvæðið að og stýrði viðburði ICF Iceland í haust sem fjallaði um markþjálfun á netinu. Valdís er búsett á Spáni og brennur fyrir því að gera umhverfi sjálfstætt starfandi markþjálfa einfaldara og skilvirkara. Hún mun leiða námskeiðið sem fram fer á ZOOM.