Nýliðafræðslan - Hvað fæ ég fyrir að vera í ICF?
fim., 22. feb.
|https://us06web.zoom.us/j/84987432270
Á þessum ZOOM-viðburði skoðum við gögn, upplýsingar, leiðbeiningar og þá aðstoð sem ICF býður nýjum markþjálfum upp á. Við kíkjum í verkfærakistuna og kynnumst töfrunum sem leynast á heimasíðu ICF Global.
Tímasetning
22. feb. 2024, 17:00 – 18:30
https://us06web.zoom.us/j/84987432270
Um viðburð
Viðburðurinn er liður í röð fræðsluviðburða sérstaklega ætlaða nýliðum í faginu og verða mánaðarlega á dagskrá fram að sumri. Viðburðaröðin er kærkomið tilraunaverkefni að frumkvæði nýliðanna Valdísar Hrannar Berg, Lellu Erludóttur og Einars Sveins Ólafssonar í góðu samstarfi við ICF Iceland.
Við hvetjum öll sem eru áhugasöm um að styðja við fagmennsku í greininni til að mæta, hvort sem eru ný í faginu eða reyndari markþjálfar sem geta miðlað áfram sinni reynslu. Saman erum við sterkari!