top of page

mán., 12. sep.

|

Akureyri

Mentor-markþjálfun / Að snúa speglinum að sjálfum sér en nota hann ekki bara fyrir viðskiptavininn

Sigríður Ólafsdóttir PCC / mentor-markþjálfi og Arnór Már Másson MCC markþjálfi verða með erindi og vinnustofu á Akureyri um hvað felst í mentor-markþjálfun. Viðburðinum verður einnig streymt á lokuðu svæði félagsmanna og má búast við að hann verði CCE og RD einingabær fyrir þátttakendur á staðnum.

Mentor-markþjálfun / Að snúa speglinum að sjálfum sér en nota hann ekki bara fyrir viðskiptavininn
Mentor-markþjálfun / Að snúa speglinum að sjálfum sér en nota hann ekki bara fyrir viðskiptavininn

Tímasetning

12. sep. 2022, 14:00 – 18:30

Akureyri, Símey, Þórsstíg 4

Um viðburð

Hvað felst í mentor-markþjálfun og hvernig sker hún sig frá hefðbundinni aðferðafræði markþjálfunar? 

Sigríður Ólafsdóttir PCC markþjálfi hefur lokið námi í mentor-markþjálfun frá Coach Advancement undir leiðsögn MCC markþjálfanna og goðsagnanna Tracy Sinclair og Hilary Oliver. Hún mun, ásamt Arnóri Má Mássyni MCC markþjálfa, leiða okkur í allan sannleikann um efnið. Um er að ræða erindi um mentormarkþjálfun ásamt vinnustofu og búast má við að viðburðurinn gefi þátttakendum CCE og RD einingar. Viðburðurinn fer fram í Símey á Akureyri en félagsmenn sem ekki eiga heimangengt hafa tækifæri til að vera fluga á vegg með því að horfa á streymi inni á lokaðri facebookgrúbbu. 

Efnistök:

Af hverju mentormarkþjálfun? 

Hlutverk og aðferðir mentormarkþjálfa

Mín vegferð sem mentormarkþjálfi

Rætt verður um og skoðað hvernig hæfnisþættirnir birtast í markþjálfunarsamtölum, hvernig þeir eru metnir og hvernig mentoring-ferlið getur eflt vitund og færni markþjálfa í tengslum við sértæka hæfnisþætti.

Verð fyrir félagsmenn kr 1500

Verð fyrir aðra en félagsmenn kr 3500

Létt hressing verður í boði í hléi

Deila

Screen Shot 2023-01-04 at 19.21.10.png

- Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað -

Fyrirlesarar á Markþjálfunardeginum
​RÁÐSTEFNA Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA
2. febrúar 2023

bottom of page