top of page

fim., 02. nóv.

|

Viðburðurinn fer fram á Zoom

Markþjálfun á netinu / Coaching with Online Platforms

Zoom vinnufundur og umræður um „admin-vinnuna" og flækjustigin sem geta fylgt því að starfa á netinu í heimi markþjálfunar. Umræðuvettvangur þar sem við deilum því sem hefur virkað vel fyrir okkur, því sem við höfum eytt tíma í og ekki hentað - og sjáum vonandi margar hliðar á sama peningi.

Registration is closed
See other events
Markþjálfun á netinu / Coaching with Online Platforms
Markþjálfun á netinu / Coaching with Online Platforms

Tímasetning

02. nóv. 2023, 17:00 – 19:00

Viðburðurinn fer fram á Zoom

Um viðburð

Hlekkur inn á fundinn:

https://us06web.zoom.us/j/88421884310

Vinnufundur í boði ICF Iceland, í samstarfi við og að frumkvæði Valdísar Hrannar Berg markþjálfa. Viðburðinum er ætlað að sameina krafta og reynslu markþjálfa, hvort sem er byrjendur eða lengra komna á netinu og er einnig fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja á netinu en hafa ekki komið sér í það verkefni enn þá. Viðburðurinn gefur 1 RD einingu.

Við hvetjum sem flesta sem starfa á einhvern hátt í gegnum netið að deila sinni reynslu á vinnufundinum og hjálpast að við að finna lausnir við sameiginlegum vandamálum sem við upplifum og fá stuðning frá öðrum markþjálfum í svipaðri stöðu.

Valdís Hrönn sem er búsett á Spáni, hefur lokið ACTP námi í markþjálfun og er sjálfstætt starfandi markþjálfi með sérstakt áhugasvið á fjárhagslegri heilsu og að aðstoða aðra við að skilja og bæta samband sitt við peninga. Hún er með BS gráðu í viðskiptafræði og hefur 10 ára reynslu í rekstri og viðskiptum sem verslunar- og rekstrarstjóri matvöruverslana ásamt eigin rekstri. Hún heldur reglulega námskeið fyrir ADHD samtökin um ADHD og fjármálahegðun ásamt öðrum fjármálanámskeiðum úr eigin smiðju. Hún er nýlega búin að færa alla starfsemi sína „online" og langar að búa til meira stuðningsnet og jafningjafræðslu meðal annarra markþjálfa sem eru að hluta til eða að öllu leyti starfandi í gegnum netið

Deila

Screen Shot 2023-01-04 at 19.21.10.png

- Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað -

Fyrirlesarar á Markþjálfunardeginum
​RÁÐSTEFNA Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA
2. febrúar 2023

bottom of page