Hver er þinn uppáhalds hæfnisþáttur og af hverju?
fim., 10. apr.
|Reykjavík
Skoðum ICF hæfnisþættina saman og köfum dýpra undir handleiðslu sérfræðinga.


Tímasetning
10. apr. 2025, 17:30
Reykjavík, Bolholt 4, 105 Reykjavík, Iceland
Um viðburð
Komum saman og ræðum um ICF hæfnisþættina. Köfum dýpra undir handleiðslu sérfræðinga og könnum hver okkar uppáhalds hæfnisþáttur er og hvers vegna.
Umræðurnar verða leiddar af:
Alma Árnadóttir, PCC markþjálfi - ætlar að fjalla um SAMKOMULAGIÐ Alma er reyndur alhliða markþjálfi sem veit að með djúpstæðri tengingu, við eigin vilja og fyrirætlanir, má skerpa sýn og auka möguleikana. Það er einkennandi fyrir Ölmu hversu gott hún á með að skapa traust með sinni alúðarfestu sem og hlusta eftir því sem býr að baki þess sem tjáð er og leitt getur til umbreytandi uppgötvana.
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, PhD, sjálfbærnimarkþjálfi, fyrirlesari og ráðgjafi - ætlar að fjalla um VITUNDARSKÖPUN
Snjólaug er stofandi Andrýmis sjálfbærniseturs. Hún er umhverfisverkfræðingur, sjálfbærniþjálfari, fyrirlesari og ráðgjafi. Snjólaug hefur víðtæka reynslu af sjálfbærni fyrirtækja og einstaklinga. Framtíðarsýn hennar er sú að allir — frá einstaklingum til heilla þjóða, frá sjálfstæðum einyrkjum til stórra fyrirtækja — sjái hina hröðu þróun…