fim., 14. sep.
|Einholt 12, 105 Reykjavík - Gengið í sal frá Háteigsvegi
Haustfögnuður ICF Iceland
Nú fýrum við þetta í gang og hefjum starfsárið á því að fagna haustinu saman og leggja línur fyrir komandi viðburðavetur. Við fáum einnig spennandi sjónarhorn frá „gömlum og nýrri" markþjálfum sem eiga það sameiginlegt að hafa náð góðum árangri í að innleiða og nýta markþjálfun í ólíkum tilgangi.
Tímasetning
14. sep. 2023, 17:00 – 19:00
Einholt 12, 105 Reykjavík - Gengið í sal frá Háteigsvegi
Um viðburð
Herdís Pála Pálsdóttir og Helga Jóhanna Oddsdóttir útskrifaðir stjórnendamarkþjálfar frá HR árið 2012 munu flytja erindi þar sem þær gefa okkur innsýn í ríka reynslu þeirra af markþjálfun á fyrirtækjamarkaði. Þær munu deila með okkur hvað þarf til að ná svo góðum sýnileika í fagi markþjálfa og hvað er að virka best hjá þeim til að ná árangri.
Við hlýðum einnig á erindi Hafdísar Hönnu Ægisdóttur markþjálfa og forstöðumanns á félagsvísindasviði HÍ sem hefur innleitt markþjálfun með markmiðasetningu m.a. í starfi með nemendum frá ólíkum menningarheimum. Hún mun einnig segja okkur frá því hvað markþjálfun hefur gert fyrir hana á hennar eigin vegferð sem nær frá Íslandi og allt til Suðurskautslandsins.
Viðburðurinn gefur 0.5 CCE og 1.5 RD einingar.
Nýliðar eru boðnir sérstaklega velkomnir á viðburðinn en í lok dagskrár mun stjórnin verða til taks til að svara spurningum og veita hvatningu!