top of page

Gleðistund markþjálfa!

fim., 18. ágú.

|

Reykjavík

Nú er komið að fyrsta viðburði hjá nýrri stjórn ICF Iceland. Við ætlum að koma saman, hafa gaman og heyra reynslusögur af vottunarferli tveggja okkar reyndustu markþjálfa. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi. Gleðistund markþjálfa gefur 1.5 CCe og 0.5 RD frá ICF Global.

Gleðistund markþjálfa!
Gleðistund markþjálfa!

Tímasetning

18. ágú. 2022, 17:00 – 19:00

Reykjavík, Flóran Garden Bistro, Grasagarðinum í Laugardal

Um viðburð

Gleðistund markþjálfa!

Við ætlum að fá þau Arnór Már og Ástu Guðrúnu MCC markþjálfa til að deila reynslu sinni af MCC vottunarferlinu sem er hæsta vottun hjá International Coaching Federation. Að því loknu verður „open mic” fyrir alla þá fjölmörgu markþjálfa sem hafa nýlega fengið vottanir og eru einnig velkomnir að deila reynslu sinni. Á meðan viðburðinum stendur verður gleðistund (happy hour) í gangi í Flóru fyrir þá sem vilja svala þorstanum í sólinni (skv. veðurspá stjórnar).

Mikið hlökkum við öll til að hittast „loksins” og næra hvort annað með okkar góðu markþjálfaorku. Þetta verður fyrsti viðburðinn af mörgum hjá þessari stjórn og væri gaman að sjá hversu margir félagsmenn eru til í svona gleðistundir.

Endilega staðfestið komu ykkar svo við höfum nóg pláss fyrir alla.

ATH. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi. Gleðistund markþjálfa gefur 1.5 CCe og 0.5 RD frá ICF Global. 

Deila

bottom of page