top of page

fim., 09. nóv.

|

Opni háskólinn í Reykjavík - Stofa M220

Fræða - miðla - tengja

Á nóvemberviðburði ICF Iceland heyrum við reynslusögu Önnu Claessen af ACC vottunarferlinu hennar og nýja próffyrirkomlaginu, hvernig Stine Lema hefur innleitt markþjálfun sem leið til að virkja nemendur í tungumálanámi og á hvaða hátt Halldór Björnsson nýtir markþjálfun í íþróttaþjálfun.

Registration is closed
See other events
Fræða - miðla - tengja
Fræða - miðla - tengja

Tímasetning

09. nóv. 2023, 17:00 – 19:00

Opni háskólinn í Reykjavík - Stofa M220, Menntavegur, 101 Reykjavík

Um viðburð

Anna Claessen hefur nýverið gengið í gegnum ACC vottunarferli ICF með góðum árangri og því dýrmætt fyrir markþjálfa sem huga að ACC, PCC eða MCC vottun að heyra hana segja m.a. frá reynslu sinni af því hvernig nýja próffyrirkomulagið kom henni fyrir sjónir.

Stine Lema er þróunarráðgjafi hjá Hæfnimiðstöð í hagnýtu tungumálanámi. Hún er tungumálaþjálfi og hefur á undanförnum árum, í nánu samstarfi við Christoph Schepers ICC markþjálfa, þróað og kennt hugmyndina að tungumálakennslu með aðferðum markþjálfunar. Hún stýrir nú fjölda þjálfunarnámskeiða fyrir tungumálakennara sem kenna í framhaldsskólum víðsvegar um Danmörku. Það verður fróðlegt að heyra hvernig þau Stine og Christoph hafa þróað þessa aðferð. Erindi Stine fer fram á ensku.

Halldór Björnsson íþróttaþjálfari og markþjálfi hefur þjálfað og hjálpað íþróttafólki að vaxa um árabil. Eftir að hann lærði markþjálfun hafa þjálfunaraðferðir hans tekið spennandi breytingum. Halldór hefur komið að knattspyrnuþjálfun A-landsliða Íslands bæði í karla- og kvennaflokki, unnið með kínverska kvennalandsliðinu auk þess sem hann hefur starfað með flestum yngri landsliðum og ferðast um Ísland með hæfileikamótun KSÍ. Halldór ætlar að gefa okkur áhugaverðan vinkil á muninn á þjálfun og markþjálfun í íþróttum.

Viðburðurinn gefur 0.5 CCE einingu og 1.5 Rd einingar.

Deila

bottom of page