top of page

Afmælishúllumhæ

þri., 12. des.

|

Einholt 12, 105 Reykjavík - Gengið í sal frá Háteigsvegi

Við komum saman og fögnum afmæli félagsins okkar. Veitingar, ljúf stemning og tryggir félagar til 10 ára heiðraðir. Sóley Kristjánsdóttir markþjálfi stýrir samverustundinni sem verður á einlægu nótunum. Fjölmennum til að njóta þessara tímamóta saman!

Registration is closed
See other events
Afmælishúllumhæ
Afmælishúllumhæ

Tímasetning

12. des. 2023, 17:00 – 19:00

Einholt 12, 105 Reykjavík - Gengið í sal frá Háteigsvegi

Um viðburð

Salurinn í Einholti er fullkominn staður til að kúpla sig út úr öllu amstri á aðventu og halda upp á afmæli.

Fagfélag markþjálfa sem þá hét Félag markþjálfa á Íslandi var stofnað 12. desember 2006 með það að markmiði að fræða, miðla og tengja. Það eru tengsl félagsmanna sem verða í öndvegi á þessum afmælisviðburði.

Frír aðgangur og opinn fyrir öll sem vilja fagna með félagsmönnum. Mikilvægt að skrá þátttöku fyrir hvern og einn.

Sóley Kristjánsdóttir markþjálfi og gleðigjafi mun halda þéttingsfast utan um veisluhöldin enda kona með hjartað á réttum stað. Einmitt svona lýsir hún sjálfri sér:

„Ég elska að sjá fólk blómstra og sjá fólk fylgja draumum sínum af öllu sínu hjarta, sama hversu stórir eða litlir þeir eru. Þess vegna er ég markþjálfi. Hjarta mitt sló örar þegar að ég kynntis á eigin skinni markþjálfun 2015 og skráði mig strax í markþjálfunarnám í kjölfarið. Ég fæ nefnilega svo mikið kikk úr því að kveikja ljósin hjá fólki, enda fátt sem jafnast á við gott aha móment. Ég hlakka til að fagna með ykkur afmæli ICF á Íslandi."

Deila

bottom of page