top of page

mán., 06. maí

|

HR - Opni háskólinn

Aðalfundur 2024

Á aðalfundi ICF Iceland, fagfélags markþjálfa veitist félagsmönnum árlegt tækifæri til að hafa áhrif á stjórnarstarfið m.a. með atkvæðagreiðslum og framboðum til stjórnar. Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöldin eru gjaldgengir og eru hvattir til að skrá sig á fundinn og hafa áhrif.

Registration is closed
See other events
Aðalfundur 2024
Aðalfundur 2024

Tímasetning

06. maí 2024, 17:00 – 19:00

HR - Opni háskólinn, Menntavegur, 101 Reykjavík, Iceland

Um viðburð

Dagskrá aðalfundar er samkv. 7. gr. samþykkta ICF Iceland og verður sem hér segir:

1.  Kosning fundarstjóra og fundarritara

2.  Skýrsla stjórnar lögð fram 

3.  Reikningar lagðir fram til samþykktar 

4.  Lagabreytingar 

5.  Ákvörðun félagsgjalda 

6.  Kosning stjórnar 

7.  Kosning endurskoðanda

8.  Önnur mál

Zoom hlekkur inn á fundinn fyrir félagsmenn sem ekki eiga heimangengt í Opna háskólann í Reykjavík:

https://us06web.zoom.us/j/87989011217

Stjórnaraðilar sem eru að ljúka sínu seinna ári í stjórn; Arnór Már Másson starfandi formaður, Alma J. Árnadóttir stafrænn kynningarstjóri og Rakel Baldursdóttir gjaldkeri, hverfa frá stjórnarborði en Einar Sveinn Ólafsson, Laufey Haraldsdóttir og Lella Erludóttir munu gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu inn á sitt seinna ár. Þá býður Lella sig fram til formanns. Stjórnin óskar eftir mótframboði og/eða frekari liðsstyrk í stjórn og í siðanefnd félagsins en nokkrir félagsmenn hafa sýnt framboði áhuga. Áhugasamir um að styðja við heill félagsstarfsins með framboði sendi póst á icf@icficeland.is

Deila

bottom of page