Bjartir tímar framundan!
Nýkjörnir stjórnarmeðlimir ICF Iceland komu saman á sínum fyrsta stjórnarfundi fimmtudaginn 9.júní sl. Það er hugur í okkur öllum og við...
Markþjálfar ICF Iceland eru sérfræðingar í markþjálfun. Það er hægt að beita markþjálfun á ýmsa vegu bæði í sambandi við vinnu og einkalífi. Markþjálfun gefur fólki tækifæri á að skoða sjálft sig, störf sín og hegðun, í fullum trúnaði með vottuðum markþjálfa, sem hefur hlotið sérstaka þjálfun til þess að takast á við áskoranir þínar með þér Markþjálfun á rætur sínar að rekja til ýmssa fræðigreina og er Aðferðin viðurkennd um allan heim sem árangursrík aðferðafræði. Markviss samtöl við markþjálfa tryggir árangur og hvetur til skapandi hugsunar. Þeir sem hafa nýtt sér markþjálfun í tengslum við störf sín eða í einkalífi segja þettaframúrskarandi tæki til að ná markmiðum, breyta hegðunarmynstri eða afkastagetu þína. Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með markþjálfun.
Siðareglur ICF eru til að styrkja heilindi markþjálfa og styðja við starfsgreinina á alþjóðavísu.
Siðareglur ICF:
Setja reglur um hegðun og framgöngu sem eru í samræmi við grunngildi og siðareglur ICF.
Leiðbeina um siðferðislega hugsun, menntun og ákvarðanatöku.
Úrskurða um og halda uppi markþjálfunarstöðlum ICF Iceland með endurskoðun ICF á siðareglum (ECR).
Bjóða upp á undirstöðuatriði í kennslu tengdri siðareglum ICF með viðurkenndum ICF-námsleiðum
Hefur þú áhuga á því að vera með erindi á fræðsludagskrá ICF? Ekki hika við að hafa samband við okkur
ICF Iceland - á döfinni
ICF Global býður reglulega upp á viðburði sem miða að því að efla þekkingu og hæfni markþjálfa. Með því að skrá sig á viðburði geta fengist CCE einingar