top of page
Image by Christina @ wocintechchat.com

Vilt þú gerast
meðlimur í félaginu?

Við hlökkum til að fá þig í teymið

Skráðu þig núna!

Fagfélag ICF markþjálfa

ICF Iceland er fagfélag þeirra sem starfa við markþjálfun á Íslandi og hafa lokið minnst 60 kennslustunda viðurkenndu markþjálfanámi samkvæmt alþjóðlegum eða evrópskum stöðlum en einnig reynslumeiri markþjálfa sem jafnframt hafa fengið ACC, PCC og MCC* alþjóðagæðavottun á færni sína og fagvitund.

 

ICF fagfélag markþjálfa á Íslandi er deild innan International Coaching Federation stærstu markþjálfasamtaka heims. Hlutverk Íslandsdeildar er að styðja við símenntun og fagmennsku og að standa vörð um staðla er snúa að heilindum markþjálfastéttarinnar á landsvísu. 

Support Group

*Associate Certified Coach (ACC), Professional Certified Coach (PCC), Master Certified Coach (MCC).

Faglegur markþjálfi?

Ef þú hefur áhuga á að vita hvernig ICF Iceland getur stutt við faglegan vöxt þinn sem markþjálfi og vilt gerast meðlimur í félaginu, vinsamlega skoðaðu viðburði framundan og skráningu í félagið.

 

Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugasama til að taka þátt í viðburðum á vegum félagsins í því skyni að fræðast, blanda geði við aðra í faginu og fá frekari upplýsingar um starfsemi ICF.

Leit að faglegum markþjálfa?

Ef þú hefur áhuga á að fara í markþjálfun og vilt fá upplýsingar um ávinning hennar eða fá kynningu á félagsmönnum áður, vinsamlegast veldu markþjálfun til árangurs eða finndu markþjálfa við hæfi hér fyrir neðan.

Vinsamlegast ekki hika við að hafa beint samband við félagið ef það getur aðstoðað þig á einhvern hátt.

email.png
Gaining a deep understanding the problem

Skoðaðu
viðburði framundan

At 5.30am we stand at the top of the hil

Veldu markþjálfun 
til árangurs

work flow_edited_edited.jpg

Finndu markþjálfa
við hæfi 

GulurBG.png

Markþjálfun er árangursrík leið til að laða fram það allra besta í fólki og umhverfi

Markþjálfar í fagfélagi ICF Iceland eru sérfræðingar í markþjálfun. Auðvelt er að beita markþjálfun jafnt á viðfangsefni tengd vinnu og einkalífi. Fagleg markþjálfun gefur einstaklingum tækifæri á að skoða sjálfa sig, störf sín og hegðunarmynstur í trúnaðarsamtölum við markþjálfa sem hefur hlotið sérstaka þjálfun í að aðstoða þá við að takast á við áskoranir.

 

Markþjálfun á rætur að rekja til fræðigreina á sviði jákvæðrar sálfræði og þjálfunar. Hún er viðurkennd um allan heim sem árangursrík aðferðafræði hvar einstaklingurinn er sjálfur við stjórnvölinn að öllu leyti. Markviss samtöl við hæfan markþjálfa tryggir þann árangur sem stefnt er að og hvetur til sjálfsskoðunar og skapandi hugsunar til að ná settu marki.

 

Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með markþjálfun sem hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu og ýtir undir helgun í starfi.

Markþjálfar starfa eftir siðreglum ICF

Image by Arisa Chattasa

Siðareglum ICF er ætlað að styðja við fagvitund og heilindi meðal markþjálfa og styrkja starfsgreinina á alþjóðavísu.

Svona fer ICF að:
 

  • Setur viðmið um hegðun og framgöngu sem eru í samræmi við grunngildi og siðferðisstefnu félagsins

  • Leiðbeinir um siðferðislega hegðun og framgöngu

  • Heldur úti fræðslu um siðareglur og notkun þeirra  með viðurkenndum ICF námsleiðum

  • Úrskurðar um siðamál og heldur á lofti viðurkenndum markþjálfunarstöðlum með endurskoðun á siðareglum 

Hjá ICF Iceland er starfandi siðanefnd sem heldur utan um siðamál tengd félaginu. Leita má til siðanefndar með ábendingar og einstök mál er mögulega varða siðareglur.

Vilt þú taka þátt í viðburðum?

Hefur þú áhuga á því að vera með erindi á fræðsludagskrá ICF? Vertu hjartanlega velkomin/n að hafa samband

ICF Iceland - á döfinni

Viðburðardagskrá haustsins bíður uppá fjölbreytt erindi fyrir félagsmenn. Við hlökkum til að sjá þig á flottum viðburðum í haust. 

ICF Global býður félagsmönnum reglulega upp á viðburði og námskeið sem miða að því að efla þekkingu og hæfni markþjálfa.

 

Með skráningu og þátttöku geta fengist CCE einingar sem nýta má til vottunar eða endurnýjunar á vottun.

Fréttir og greinar

Takk fyrir!
bottom of page