top of page

Innri og ytri markþjálfun í fyrirtækjum

Greinina skrifaði Birgitta Bjarnadóttir, alþjóðlega vottaður NLP-Enneagram kennari, HR-Coach og mannauðs- og starfsþróunarþjálfi


Innri (intern) og ytri (extern) markþjálfun í fyrirtækjum




















Bakgrunnur minn sem Intern og Extern markþjálfi

Ég hef verið svo heppin að lifa og hrærast í NLP og markþjálfaheiminum í 15 ár. Á þessum tíma hef ég  fengið tækifæri til að vinna í þremur löndum sem  „Intern og Extern“ -markþjálfi.  þetta þýðir að ég hef annars vegar verið ráðin inn/Intern í fyrirtæki sem Human resource/ HR- markþjálfi og verið sjálfstætt starfandi markþjálfi þar sem fyrirtæki hafa leigt mig inn til ákveðinna verkefna/ Extern.


Þetta hefur gefið mér innsýn og tækifæri til að skoða kosti og galla þess að vera „innanhúss“ og „utanhúss“ markþjálfi. Með þessum pistli langar mig að deila upplifun minni með ykkur og vona að þú sem markþjálfi fáir tækifæri til að skoða hvor vinnuaðferðin gæti hentað þér betur í vinnu. Fyrir ykkur sem sjáið um mannauðsmál, stjórnið og rekið fyrirtæki er von mín að þið fáið innsýn í hlutverk, kosti og galla þess að hafa fastráðinn markþjálfa og hins vegar að leigja inn utanaðkomandi markþjálfa.


Hvað er Intern markþjálfun?

Intern markþjálfun merkir að ég er fastráðin hjá fyrirtækinu, er á launaskrá og hef fasta vinnutímaskyldu. Ég er hluti af starfsfólkinu - á vinnufélaga, fæ föst laun og tilheyri oftast mannauðsdeildinni. Þetta gefur öryggi í vinnu, ég fæ sumarfrí og fastan vinnutíma sem gefur ákveðið frelsi utan vinnutíma. Það að hafa fastan vinnutíma  gæti orðið til þess  að ég ætti til að „flytja verkefni til næsta dags“ ef mér eru ekki sett ákveðin tímamörk...


Þegar ég vinn sem Intern markþjálfi hef ég góða innsýn í það sem er að gerast. Ég þekki starfsfólkið og er hluti af þeirri menningu sem ríkir á vinnustaðnum. Þar sem ég vinn oft þétt við hlið stjórnenda hef ég einnig innsýn í hvað er að gerast í almennri stefnumótun fyrirtækisins svo og  mannauðsmálum.  Þannig veit ég mikið um það sem er að gerast innan veggja fyrirtækisins og ég er fljót að komast inn í „verkefnið“ - um leið get ég haft „blind svæði“ þar sem ég missi af veikleikum sem eru tilstaðar og nýjum möguleikum og lausnum.

Hugsanlega tengist ég einum starfsfélaga betur en öðrum - „eignast vini í vinnunni“ – um leið og ég þarf að vera hlutlaus og „loyal“ bæði gagnvart starfsmönnum og stjórnendum. Ég ber alltaf ábyrgð í hlutverki mínu sem markþjálfi og þarf að gæta þess vel að halda trúnað og þagnarskyldu gagnvart þeim sem ég markþjálfa. Þetta getur skapað pressu þegar yfirmenn og stjórnendur ræða starfsmannamál þar sem ég ert þátttakandi í umræðunni – ég veit kannski eitthvað sem þeir vita ekki  og ég gæti misst vinnuna ef ég er of beinskeytt eða ef þeir halda að ég búi yfir upplýsingum sem þeir „eiga rétt á“ .


Hvað er Extern markþjálfun?

Extern markþjálfun merkir að ég er leigð inn í fyrirtækið, ég vinn sjálfstætt og ég stend fyrir utan innanhúss menningu fyrirtækisins. Stjórnendur og starfsfólk er ekki „félagar“ mínir, ég  vinn ein, án vinnufélaga og fæ einungis greitt fyrir það verkefni sem ég tek að mér og þann tíma sem ég nota í  verkefnið sem oft er afmarkaður – „verkið hefur tímamörk“. Afkoma mín byggir á að selja og fá verkefni - engin verkefni, engin laun, -innkoman er óörugg og ég þarf sjálf að standa straum af kostnaði sem fylgir því að vera sjálfstætt starfandi. Þetta veldur því  að ég er „alltaf“ í vinnunni, að markaðssetja mig og selja, undirbúa verkefni, með opinn síma og aðgang að sjálfri mér...


Fæ ég nóg að gera? Get ég tekið sumarfrí? Hef ég efni á að sleppa verkefnum?

Sem Extern markþjálfi hef ég enga innsýn í innri menningu fyrirtækisins ég stend fyrir utan heildina og er hvorki félagi stjórnenda eða starfsmanna. Það að ég veit lítið um það sem er að gerast í fyrirtækinu og hef engin persónuleg tengsl gefur mér ákveðið hlutleysi, ég  kem inn með „fersk augu“.  SemExtern markþjálfi get ég oft varpað ljósi á „blinda punkta“ sem geta verið hindrun í að ná settu marki. Ég get einnig verið beinskeyttari, farið dýpra og talað opinskátt um það sem ég upplifi því ég þarf ekki að hugsa um að ég gæti misst vinnuna eða félagstengsl við vinnufélaga.


Samstarf Intern og Extern markþjálfa

Mín upplifun er að Intern og Extern  markþjálfar ættu að tengjast hverju fyrirtæki.

Fyrirtæki sem hefur góðan Intern markþjálfa sem þekkir verðgildi fyrirtækisins og er tiltækur fyrir starfsfólkið, getur virkilega stuðlað að fækkun veikindadaga og fyrirbyggt brottfall af vinnumarkaði.  Intern markþjálfi  getur stuðlað að persónulegum vexti  starfsfólks, aukið afkastagetu þess og árangur með því að markþjálfa starfsmanninn til að finna innri styrk og getu og aukið eignarhlut í daglegum verkefnum.


Þegar starfsmaðurinn á kost á reglulegri markþjálfun aukast líkur á að Lífshjól - (grunnþættir í lífi okkar) hans/hennar sé í jafnvægi og þegar svo er skapast aukin VinnuLífsGleði... og allir vita hvað það gefur...


Extern markþjálfi er sem oftast heppilegri markþjálfi fyrir -leiðtogann þar sem hann er ekki tengdur starfsfólki og innra neti fyrirtækisins. Ef leiðtoginn velur að nota Intern markþjálfa gætu hagsmuna árekstrar átt sér stað og því velja stjórnendur og leiðtogar fyrirtækja sem hafa Intern markþjálfa oft að hafa sinn eigin Extern markþjálfa. Þetta gefur þeim færi á að fara dýpra í málefni fyrirtækisins og einnig taka upp persónulegri mál. Góður Extern markþjálfi  -getur virkilega stuðlað að vexti og þróun leiðtogans.  -Leiðtogi sem hlúir að eigin þroska er skrefi framar í leiðtogafærni og - að leiða aðra til vaxtar og þroska í starfi og  leik. Hann skapar Lærandi og þroskandi umhverfi...


Einnig er heppilegt að Intern markþjálfi hafi aðgang að eigin markþjálfa sem ekki tengist vinnustað hans því mikilvægt er að hlúa að markþjálfanum eins og öðru starfsfólki.

Extern markþjálfi er oft keyptur inn til að aðstoða Intern markþjálfa til að vinna að verkefnum í fyrirtækjum og gefur þetta samstarf að mínu mat tvöfalda virkni þar sem Inntern markþjálfi  hefur innsýn í innra skipulag fyrirtækisins og Extern markþjálfi kemur inn með „fersk augu“ ...

Í upphafi skal endinn skoða...


Loka orð mín verða að benda á mikilvægi þess að hafa „starfssamning“ á hreinu hvort sem um er að ræða Intern eða Extern markþjálfun. Þannig að báðir aðilar vita hvers þeir vænta af hvor öðrum og að starfslýsing sé á hreinu, sérstaklega þar sem um Intern markþjálfun er að ræða og hver útkoman á að vera.


Hver markþjálfi hefur sína vinnuaðferð og ætla ég ekki nánar út í samningsferli milli fyrirtækja og markþjálfa, mig langar þó að benda á að markþjálfun eða Coaching er tiltölulega nýr starfsvettvangur á Ísland og ég upplifi að enn sem komið er, eru fyrirtæki almennt ekki meðvituð um hvernig þau geta best nýtt þetta frábæra verkfæri til árangurs, breytinga, þróunar og þroska.


Hugsanlega liggur þessi óvissa hjá okkur markþjálfum?

Getur verið að fólk og fyrirtæki eigi erfitt með að átta sig á hvaða markþjálfa og hverskonar markþjálfa þeir eiga að hafa samband við eða ráða inn í fyrirtæki sitt?

Við markþjálfar auglýsum okkur í öllum regnbogans litum og þegar ég spyr „okkur“ hver er munurinn á; Live-Coach/ Lífsstíls-markþjálfun, Heilsu-markþjálfun, Holistic-markþjálfun, Transformational Life- Coaching, Stjórnenda- markþjálfa, Leiðtoga-þjálfun, HR-Coaching, Enneagram-Coaching og NLP-Coaching og eflaust hef ég gleymt einhverju... þá eru svörin oft mjög keimlík – MARKÞJÁLFUN J


Áherslumunurinn er oft að skilgreina sig í átt að einum ákveðnum markhóp – verða sérfræðingur á ákveðnu sviði og ætti það að auðvelda leitina að „réttum markþjálfa“...

Til að svo verði tel ég mikilvægt fyrir okkur markþjálfa að útbúa og birta  „innihaldslýsingu“ á þeim „titlum“ sem við notum.  Þegar við höfum það á hreinu er ég viss um að auðveldara verður fyrir „fólk og fyrirtæki út í bæ“ að finna „réttan markþjálfa“ í „rétt verkefni“ Intern og Extern.


Sjá meira inn á www.bruen.is

74 views

Related Posts

See All
bottom of page