Þórdís Sigurðardóttir

[email protected]

Sími 869 6491

[email protected]

Ég er lærður markþjálfi frá Evolvia og vinn að því að kenna einstaklingum að endurskapa líf sitt  og komast þangað sem hjarta þeirra þráir. Markþjálfun er einkar virk leið til að læra að þekkja sjálfan sig. Horfa á möguleika lífsins, öðlast hugrekki til að hlusta á hjarta sitt og kjark til að fylgja því eftir. Þegar þú fylgir hjarta þínu kemstu í hina raunverulegu uppsprettu þar sem drifkraftur þinn býr. Opnir þú fyrir hana finnur þú þínar dýpstu þrár og drauma sem leiða þig inn á brautir sem fullnægja og næra líf þitt.

Sérgrein mín er Hláturmarkþjálfun sem ég lærði i the Laughter Online University sem er leiðandi í kennslu þess að nýta hlátur til umbreytinga. Hláturmarkþjálfun miðar að því að kenna einstaklingum að leysa sín mál og halda áfram lífsgöngu sinni í gegnum hlátur og leik. Hláturinn er afar kröftugt verkfæri sem virkar inn í líf einstaklinga eins og andleg dínamík sprengja. Hláturinn er umbreytandi og hin náttúrulega leið til að upplifa hamingju. Í markþjálfuninni nota ég hefðbundnar aðferðir markþjálfunar og nýti síðan hlátur sem aðalverkfærið til að hjálpa þér að breyta sjónarhorni þínu. Þannig hjálpar hláturinn þér að sjá hlutina í nýju ljósi og að greina hvað raunverulega skiptir máli. Heilsufarslegur ávinningur hláturs er einnig mikil. Hláturinn vinnur gegn þunglyndi, kvíða, streitu, spennu og einmannaleika. Hann stuðlar að betri hjartaheilsu, örvar blóðrásina og eykur varnir ónæmiskerfisins. Hláturinn er sjálfstyrkjandi og í gegnum hann má endurheimta orku og von.

Hláturmarkþjálfun er kröftug leið sem kemur þér alla leið. Velkomin/n - Sími 869 6491

Please feel free to contact me!

LOCATION

Find me on the map

Office Hours

Primary

Monday:

9:00 am-5:00 pm

Tuesday:

9:00 am-5:00 pm

Wednesday:

9:00 am-5:00 pm

Thursday:

9:00 am-5:00 pm

Friday:

9:00 am-5:00 pm

Saturday:

Closed

Sunday:

Closed