Sigga er eigandi Mögnum og veitir þjónustu á sviði markþjálfunar og ráðgjafar til vinnustaða og einstaklinga. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Capacent og Gallup, m.a. á sviði ráðninga, vinnustaða- og markaðsrannsókna.
Hún er með BA próf í uppeldisfræði, meistaragráðu í forystu, stjórnun og mannauðsstjórnun, hefur lokið námi í verkefnastjórnun og er PCC vottaður markþjálfi. Sigga leggur áherslu á að markþjálfa hópa og fólk, hvort sem það stefnir að auknum skilningi eða vexti í stjórnun, starfi, teymi eða einfaldlega lífinu sjálfu. Styrkleikar hennar; húmor, velvild, væntumþykja, seigla og forystuhæfni nýtast henni afar vel í starfi markþjálfa. Sigga hittir viðskiptavini á stofu og í fjarsamtölum og hefur í því samhengi lokið námskeiði um Fjarþjónustu fagaðila (online counselling and psychotherapy) hjá Háskólanum á Akureyri.
Primary
Monday:
9:00 am-5:00 pm
Tuesday:
9:00 am-5:00 pm
Wednesday:
9:00 am-5:00 pm
Thursday:
9:00 am-5:00 pm
Friday:
9:00 am-5:00 pm
Saturday:
Closed
Sunday:
Closed