Ragnheiður Aradóttir
PCC


Ragnheiður Aradóttir er PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi frá ICF og á að baki yfir 2500 tíma í markþjálfun. Hún þjálfar til jákvæðra umbreytinga og vaxtar – að ná fram þessu extra!

Hún er með dip.  master í Jákvæðri Sálfræði frá HÍ, Msc nám í mannauðsstjórnun frá HÍ og BBA í ferðamála- og hótelstjórnun frá Schiller University í Frakklandi og Englandi ásamt dip. í ferðamálafræðum frá Noregi.
Hún er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði. Hún er eigandi þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching sem býður upp á markþjálfun, námskeið, ráðgjöf og fyrirlestra.   Hún hefur 15 ára reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur þjálfað yfir 7.000 manns innan fjölda fyrirtækja hérlendis og í stórfyrirtækjum erlendis á borð við SAP, Síemens og Bertelsmann. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi.  Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og yfir 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu, hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum og er m.a. varaformaður FKA og fyrrverandi formaður Félags Markþjálfa á Íslandi. Ásamt eiginmanni sínum rekur hún jafnframt viðburðafyrirtækið PROevents og saman búa þau til öfluga viðburði fyrir fyrirtæki svo sem starfsdaga, stefnumótun og hópefli með það að markmiði að ná fram jákvæðum umbreytingum - ná fram þessu extra! Ragnheiður hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum. Hennar mottó er því:„Við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður' Please feel free to contact me!

LOCATION

Find me on the map

Office Hours

Primary

Monday:

9:00 am-5:00 pm

Tuesday:

9:00 am-5:00 pm

Wednesday:

9:00 am-5:00 pm

Thursday:

9:00 am-5:00 pm

Friday:

9:00 am-5:00 pm

Saturday:

Closed

Sunday:

Closed