María Fanndal Birkisdóttir

María er markþjálfi og starfar hjá Marel bæði sem mannauðsráðgjafi og leiðir innleiðingu á samþættingu mannauðs við kaup á fyrirtækjum. Áður starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 

María lauk námi í Stjórnendamarkþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík og Coach U vorið 2021, er með BA próf í sálfræði og MS próf í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Auk þess hefur hún sótt ýmis námskeið sem hafa nýst henni í starfi og leik, eins og verkefnastjórnun, breytingastjórnun, jákvæð sálfræði, áhrifaríkar kynningar, fjármál og rekstur fyrirtækja o.fl.  

Hún hefur sinnt ýmsum sjálfboðastörfum um árabil, m.a. formaður sunddeildar Breiðabliks í 4 ár, sat í stjórn íþróttafélagsins Breiðablik og var sunddómari. Hún bjó og starfaði í Bandaríkjunum í 8 ár. Áhugamál hennar eru meðal annars sund og sjósund, útivist, golf, ferðalög um hálendi Íslands og um framandi lönd.
María hefur lengi haft áhuga á að aðstoða fólk við að ná árangri í lífinu, finna sína ástríðu, bæta líf sitt á allan hátt og verða besta útgáfan af sjálfu sér. Með markþjálfun sér hún tækifæri til þess að gera það á markvissan og faglegan hátt.   

Please feel free to contact me!

LOCATION

Find me on the map

Office Hours

Primary

Monday:

9:00 am-5:00 pm

Tuesday:

9:00 am-5:00 pm

Wednesday:

9:00 am-5:00 pm

Thursday:

9:00 am-5:00 pm

Friday:

9:00 am-5:00 pm

Saturday:

Closed

Sunday:

Closed