Anna María Þorvaldsdóttir starfar m.a. sem ACC stjórnendaþjálfi.
Hún hefur mikla reynslu af markþjálfun fyrir einstaklinga og hópa og hefur einnig komið að námskeiða- og fyrirlestrahaldi.
Anna María hefur einnig reynslu af handleiðslu markþjálfun (e. mentor coaching) fyrir aðila sem eru í markþjálfunarnámi.
Anna María var ein af stofnendum ICF fagsamtaka markþjálfa á Íslandi á árunum 2015-2016 og gegndi fyrst um sinn varaformennsku og svo formennsku félagsins á árunum 2016-2017. Þá hafði hún einnig setið í stjórn ICF í Noregi frá 2013-2015.
Anna María stundar nám í MBA nám í Háskólanum í Reykjavík og hefur setið fjölmörg námskeið á sviði mannauðs- og gæðastjórnunar.
Anna María hefur lokið prófi í vottun jafnlaunakerfa frá Velferðarráðuneytinu, hefur áralanga reynslu í vinnu við starfaflokkun og launagreiningar. Einnig hefur hún áratuga reynslu og þekkingu á sviði mannauðs- og gæðastjórnunar og hefur m.a. starfað um árabil sem mannauðsstjóri og gæðastjóri bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Hún hefur innnsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis en hún hefur starfað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, vöruflutningum, framleiðslu, upplýsingatækni, sveitarfélagi hjá verktaka-fyrirtækjum ofl. Anna María hefur starfað sem ráðgjafi við innleiðingu jafnlaunastaðals í einu af stærri sveitarfélögum landsins. Einnig vinnur hún með vottunarfyrirtækinu iCert að vottunum fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga.
Primary
Monday:
9:00 am-5:00 pm
Tuesday:
9:00 am-5:00 pm
Wednesday:
9:00 am-5:00 pm
Thursday:
9:00 am-5:00 pm
Friday:
9:00 am-5:00 pm
Saturday:
Closed
Sunday:
Closed