top of page

Verkefni: Ná meiri árangri í vinnunni og meiri starfsánægju á sama tímaRáðlagður dagskammtur til að leysa verkefni: 2 x 10 mínútur á dag.

Kannast þú við að æða áfram dag hvern, eltast við og bregðast við endalausu alls kyns áreiti umhugsunarlaust og skilja svo ekkert í því að áður en þú veist af er hver vikan og mánuðurinn liðinn, jafnvel árið, án þess að þú hafir gert það sem þú ætlaðir þér eða náð þeim árangri sem þú hafðir ætlað þér eða taldir að þú hefðir sett þér markmið um?

Líður þér jafnvel stundum eins og hamstri á hlaupahjóli og að þú komist lítið áfram.

Hvernig getur þú breytt þessu fyrir þig?


Auðvitað er ekkert eitt rétt svar en hér kemur tillaga frá mér sem ég skora á þig að prófa.


Taktu 10 mínútur í upphafi hvers dags til að:

 • Hugleiða og fá skýra sýn á hvernig þú vilt að dagurinn verði og hverju þú ætlar að áorka áður en hann verður að kvöldi kominn

 • Skoða daginn í samhengi við áætlun sem þú kannt að hafa fyrir vikuna eða mánuðinn og setja þér dagsáætlun í samhengi við það

 • Skoðaðu dagbókina þína, gerðu ráðstafanir til þess að þú hafir nægan tíma til að undirbúa þig fyrir hvern fund, símtal eða annað sem þú þarft að gera

 • Ef þú ert með verkefni sem tekur 30 mínútur eða meira að gera og þú þarft að klára á ákveðnum degi eða fyrir ákveðinn dag, taktu þá frá tíma í dagbókinni til að sinna þessu verkefni

 • Farðu yfir verkefnalistann þinn (task-listann, sem þú vonandi heldur vel utan um í outlook, ToodleDo.com eða öðru sambærilegu kerfi) og forgangsraðaðu út frá mikilvægi og hversu mikið virði verkefnin skapa

 • Skoða hvort þú sért með verkefni á verkefnalistanum þínum sem þú ættir ekki að gera eða betra væri að aðrir gerðu

 • Passa að þú bókir þig ekki svo þétt á fundi eða í ýmis verkefni að þú hafir ekki lausar stundir til að vinna í mikilvægustu verkefnunum á verkefnalistanum

 • Passa að þú hafir tíma til að sinna líkamsrækt af einhverju dagi, fara út að ganga eða hjóla eða mæta í ræktina til að brenna eða gera styrktaræfingar eftir því sem þér hentar hverju sinni

 • Passa að þú hafir tíma til að staldra við, draga djúpt andann og hugleiða hvort þú sért að vinna stefnumiðað og út frá þeirri sýn sem þú hefur fyrir daginn eða hvort þú sért farinn að hlaupa um eins og hamstur á hjóli

 • Renna yfir innkominn tölvupóst og fullvissa þig um að þó þú sért ekki búinn að svara eða bregðast við þeim öllum að þú sért alla vega kominn með yfirsýn yfir þann mikilvægasta og þann sem þú þarft að bregðast við innan dagsins

Í lok þessara 10 mínútna, í upphafi dags, áttu að vera vel undirbúinn fyrir árangursríkan dag þar sem þú upplifir að þú sért með allt á hreinu!


Kannski eru þetta ekki réttu atriðin fyrir þig og þú gerir þér annars konar lista en taktu samt alltaf 10 mínútur í upphafi dags til að fara yfir daginn sem framundan er og gerðu allt sem þú getur til að tryggja að hann verði góður og árangursríkur.


Taktu líka 10 mínútur undir lok hvers dags til að:

 • Hugleiða og meta hvernig dagurinn gekk

 • Byrja í huganum að undirbúa 10 mínúturnar sem þú þarft að taka þér morguninn eftir til að skipuleggja þann dag, hvað mun flæða yfir á næsta dag

 • Setja í task-listann þinn ef það er eitthvað af því sem þú gerðir í dag, fundir, símtöl eða verkefni, sem krefst eftirfylgni síðar

 • Kíktu á dagbók næsta dags og athugaðu hvort þú þarft að undirbúa eitthvað fyrir þann dag áður en þú ferð heim eða að bóka meiri tíma til undirbúnings í upphafi næsta dags

 • Athuga tölvupóstinn minn og skipulagið á honum, ertu búinn að merkja þann póst sem þú þarft að fylgjast með eða fylgja eftir og eyða pósti sem þú þarft ekki að eiga

 • Hreinsa út af verkefnalistanum þínum það sem þú náðir að klára yfir daginn og hafa það sem eftir stendur klárt fyrir 10 morgun-mínútur næsta dags

 • Taka til á skrifborðinu þínu þannig að næsti dagur mæti þér ekki í óreiðu

Þessar 10 mínútur eiga að verða til þess að þú ferð heim með þá tilfinningu að þú sért með allt á hreinu og sért með allt klárt fyrir 10 morgun-mínútur næsta dags.


Kannski eru þetta ekki réttu atriðin fyrir þig og þú gerir þér annars konar lista en taktu samt alltaf 10 mínútur undir lok hvers dags til að fara yfir daginn, meta hvernig til tókst og hvað þú getur hugsanlega gert betur næsta dag.


Þú gætir jafnvel fengið þér bandamann, einhvern sem þú treystir, vin, samstarfsfélaga eða markþjálfa, til að ýta við þér ef þér er ekki að miða neitt áfram með markmið þín eða í þá átt sem þú stefnir.


Það er því ekki eftir neinu að bíða með að bæta hjá sér skipulagið, auka vellíðan og ánægju með vinnuna og ná þannig meiri árangri.


Tafla með dæmum sem gott er að hafa til viðmiðunar við mat á því í hvað tími manns er að fara:

31 views

Related Posts

See All
bottom of page