top of page

Snýst um hugarfarið

Anna María Þorvaldsdóttir ACC markþjálfi og Inga Þórisdóttir NLP Master Coach nýta krafta sína oft saman og finna þannig vinnufélaga í hvorri annarri. Á Markþjálfunardeginum stíga þær saman á stokk, bera saman bækur sínar og deila reynslu.



,,Mikið af þeim stjórnendum sem koma til okkar eru í mjög kröfuhörðu umhverfi þar sem er mikið áreiti og mörg verkefni eru í gangi" segir Anna María ,,og við erum að fá mjög góð og jákvæð viðbrögð við vinnu okkar".

Þær segjast merkja víða mikla streitu eftir Covid því nú sé allt komið á fullt aftur og meira en það, og mikið álag víða á vinnustöðum.


Vinna án staðsetningar og fjarvinnustefna sé líka áskorun fyrir marga vinnustaði og misjafnt hvaða leiðir eru farnar og hvaða áhrif breytingarnar hafa. Einnig eru miklar tæknibreytingar sem hafa áhrif á breytt vinnulag og nýjar nálganir. Miklar breytingar í umhverfinu hafa áhrif og það kallar allt á að stjórnendur séu með á nótunum á fleiri sviðum en áður sem aftur eykur álag. Þær segja marga stjórnendur upplifa sig í stormi í vinnunni þar sem er mikið áreiti úr mörgum áttum.


,,Þetta snýst líka um hugarfarið" útskýrir Inga ,,því til að geta leitt aðra þarftu að geta leitt sjálfan þig".

Fyrirlesturinn nefna þær ,Vegferð stjórnandans til árangurs þar sem þær deila aðferðum sínum og árangri.


Markþjálfunardagurinn 2023 er 2. febrúar! Ekki missa af þessum stærsta árlega viðburði markþjálfunar. Miðasala er á tix.is.


50 views

Related Posts

See All

Comments


bottom of page