top of page

Má bjóða þér aðstoð og stuðning?


Lífsþjálfun (life coaching) er ein af mörgum tegundum markþjálfunnar. Almennt snýst lífsþjálfun um heildarsýn, hvernig einstaklingur hugsar um líf sitt í heild.Lífsþjálfun snýst líka um persónulegan vöxt og breytingar sem hver og einn gengur í gegnum á lífsleiðinni, viljandi eða óviljandi.


Lífsþjálfun hjálpar fólki að skýra líf sitt og þróa stefnu sem það vill taka. Lífsþjálfun leggur áherslu á persónuleg málefni. Lögð er áhersla á að fólk myndi sér framtíðarsýn og í hvaða átt það vill stefna í lífinu. Nánari áherslur geta í raun legið hvar sem er. Hægt er að leggja áherslu á að efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu, ná jafnvægi eða árangri í lífinu á öllum sviðum, fjölskyldumálum, samböndum, heilsumálum, fjármálum, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og fleira.  Auk þess getur það verið hluti af lífsþjálfun að velja sér framtíðarstarf eða breyta um starfsvettvang.


Hægt er að bera lífsþjálfun saman við íþróttir, flestir íþróttamenn eru með þjálfara til að halda sér við efnið til að ná árangri og margir ráða sér einkaþjálfara til að standa sig í ræktinni. Það er því ekkert öðruvísi að þiggja aðstoð lífsþjálfa til að auka lífsgæði sín eða gera breytingar á lífinu.


Hlutverk lífsþjálfa er að hjálpa einstaklingi að komast frá þeim stað þar sem hann er staddur og þangað sem hann vill vera. Lífsþjálfi hjálpar til við að átta sig á stöðunni, draga fram styrkleika og tækifæri og skoða raunhæfa möguleika.


Lífsþjálfi notar kröftugar spurningar til að finna út hvar einstaklingur er staddur í lífinu og hverju hann vill breyta. Hann aðstoðar við að finna leiðirnar og lausninrnar sem þarf til að ná árangri í ferlinu. Einstaklingar eru hvattir til að horfa á sjálfan sig frá öllum sjónarhornum.

Góður lífsþjálfi hjálpar til að finna út hvað drífur einstakling  áfram, fær hann til að  uppgötva hindranir og komast fram hjá þeim og hjálpar til við greina hugsanir í undirmeðvitundinni. Lífsþjálfi hvetur til þess að sjá hlutina í öðru og jákvæðara ljósi og mynda tækifæri og möguleika út úr aðstæðum sem áður fyrr hefðu valdið vonbrigðum.


Markþjálfunarferlið er markviss aðferð, þar sem einstaklingum er hjálpað að skoða sjálfan sig og umhverfi sitt, setja sér markmið, búa til aðgerðarplön og framkvæma, fylgjast með sjálfum sér og endurmeta stöðugt frammistöðuna með það að leiðarljósi að ná betri árangri og til að ná þeim markmiðum sem sett eru. Hlutverk markþjálfans er að leiðbeina einstaklingnum í gegnum ferlið og styðja við framgang þess.92 views0 comments

Related Posts

See All

Comments


bottom of page