Ignite the engine!
Þessi setning hljómar stöðugt í huga mér þessa dagana.
Í ADD Coach Academy er mikið lagt upp úr því að við lærum að skilja hvernig ADHD virkar og hvernig hægt er að hjálpa fólki að bæta frammistöðu sína. Eitt af lykilatriðunum er að einstaklingurinn þekki hæfileika, styrkleika og áhugasvið sín. Ég er að sjá bæði í lífi mínu og annara í kringum mig hvað það skiptir miklu máli og hvers virði það er fyrir þá.
Í ADD Coach Academy segja þau “Ignite the engine” eða „gefðu start”!
Vélin í þessari myndlíkingu er heilinn og startið er áhugi og áhugasvið.
Þar sem styrkleikar og áhugi koma saman geta ótrúlegir hlutir gerst. Hugmyndir streyma fram, frammistaða batnar, áhugi vex og það sem meira er að sjálfstraustið styrkist.
Hvers er annars ætlast til af okkur? Ég vil trúa því að það sé tilgangur fyrir hvern og einn hér á jörð. Okkur hefur verð gefnir hæfileikar og styrkleikar, þar er engin undanskilin.
Við erum ekki gölluð en hættir því miður til að dæma okkur eftir því hve illa gengur og hvað við getum ekki gert. Við þurfum hjálp við að losa okkur við þessar hugmyndir og viðhorf og hjálp til að fá trú á okkur. Okkur hættir til að bera okkur saman við frammistöðu annarra.
Við erum sett saman á einstakann hátt sem oft fellur ekki undir „normið“. Hver segir að við séum gölluð þó við högum okkur og framkvæmum ekki eins og „normið“ segir? Þess vegna meðal annars hefur ADHD coaching hentað vel ADHD einstaklingum. Hugarfarið þurfum við að komast yfir og öðlast trú á okkur sjálf. Og það er hægt.
Comments