top of page

Kápan og skóhillan

Aldís Arna Tryggvadóttir PCC markþjálfi notar oft myndlíkinguna um kápuna og skóhilluna þegar kemur að því að útskýra fyrir fólki markþjálfun og hve nauðsynlegt það sé að staðsetja sig rétt.



,,Já, ég segi oft að ef þú ert kápa hættu þá að troða þér í skóhilluna” upplýsir hún ,,en ég tala líka um að fólk finni sinn hreina tón og geti sjálft dansað í takt við sína tónlist”.

Á Markþjálfunardeginum 2023 mun hún og Jón Magnús Kristjánsson læknir, fyrrum yfirmaður hennar, upplýsa ráðstefnugesti um markþjálfunarferðalag þeirra í fyrirlestrinum Tímamótatal. Það sem er svo heillandi fyrir okkur markþjálfana er að heyra beina reynslusögu af þeirra samtali, vinnu og niðurstöðum.


,,Ég segi oft í gamni að ég hafi markþjálfað yfirmann minn í burtu” segir Aldís Arna og hlær ,,en yfirmaður minn, Jón Magnús læknir, fékk staðfestingu á að markþjálfun væri verkfæri sem virkaði hjá okkur og bað um að fara í ferlið en ekki sem yfirmaður heldur sem eiginmaður, fjölskyldufaðir, manneskja, læknir, framkvæmdarstjóri og aðstoðarmaður ráðherra. Hann vildi finna hvaða stefnu hann vildi taka í lífinu og í framhaldinu fylgdi hann hjartanu og stefnir á ný mið í dag”.


Áhugaverð innsýn í vinnu markþjálfans, markþegans og niðurstöður þeirra.


Markþjálfunardagurinn 2023 er 2. febrúar!

Ekki missa af þessum stærsta árlega viðburði markþjálfunar.

Miðasala er á tix.is og allir markþjálfar fá veglegan afslátt af miðaverði!

162 views

Related Posts

See All

Comments


bottom of page