top of page

Hvað getur fjölskyldu-markþjálfun gert fyrir þig?


Þú hefur sennilega heyrt um þjálfun í íþróttum. Fjölskyldu-markþjálfun fylgir sömu grundvallar hugtökum.

Rétt eins og samningur við þjálfara gæti snúist um að aðstoð við að endurskipuleggja íþróttalið, þá mun fjölskyldu-markþjálfi vinna með öllum fjöldskyldumeðlimum við að finna út hver vandamálin séu og hvaða breytingar þurfi að gera til að ná fram betri stöðu á málum.


Markmiðið með fjölskyldu-markþjálfun er að halda deilum í lágmarki. Þegar við látum okkar tilfinningar ná yfirliði, geta rifrildi auðveldlega snúist upp í tilfinningalega skothríð. Meðan á markþjálfun stendur mun markþjálfi tryggja að öllum rifrildum sem upp koma á milli fjölskyldumeðlima, er haldið eins skipulögum, sanngjörnum og samkvæmt ákveðnum gildum, eins og mögulegt er - svo allir fái tækifæri til að segja það sem þeir þurfa.Hvers vegna ættir þú að reyna fjölskyldumarkþjálfun?


Það er yfirleitt mjög óþægileg tilfinning að bjóða ókunnugum inn á sitt heimili til að fylgjast með því hvernig fjölskyldan lifir saman. Þetta er heldur ekki eðlilegt ástand og það er erfitt að hugsa til þess að einhver sé að dæma líf fjölskyldunnar og jafnvel að einhverjum gæti verið kennt um það sem fór úrskeiðis.


Fjölskyldu-markþjálfarar dæma ekki eða eru að leita að því hver er ábyrgur. Þeir koma að þessu umhverfi til að setja hlutina í samhengi til að allir geti séð hver staðan er og allir geti síðan lært að sætta sig við það hlutverk sem þeir gegna í umhverfinu. Þegar allir í fjölskyldunni samþykkja að það þurfi að breyta, getur fjölskyldan farið saman að leggja grunn að leiðum til að taka á því saman með jákvæðum hætti.


Hvers vegna ættir þú að vilja prófa fjölskyldu-markþjálfun? Markþjálfun býður oft upp á hagnýta lausn á mjög persónulegum vandamálum. Átök innan fjölskyldunnar geta skaðað svo miklu meira en átök í vinnu. Þegar við veljum að stofna fjölskyldu, gerum við það venjulega af kærleika. Þessar fyrstu tilfinningar gætu hafa gleymst með tímanum við hefðbundnar raunir lífsins – en þær eru yfirleitt aldrei raunverulega horfnar og því er oft hægt að vinna að því að endurheimta þær.


Nokkrar ástæður fyrir því að leitað er til fjölskyldu-markþjálfunar:

 • Það þarf að leysa hjúskaparvandamál

 • Vinna og persónulegt líf er ekki í jafnvægi

 • Það eru vandamál í barnauppeldi

 • Það þarf að takast á við unglingavandamál

 • Verið er að takast á við líf eftir hjónaskilnað


Hjúskapar- og/eða fjölskyldutengd vandamál


Það getur verið ótrúlega erfið vinna að vera í hjónabandi eða í sambandi við aðra persónu. Það er sama hversu ástfangin/n þú varst þegar þú sást maka þinn fyrir öllum þessum árum, þær tilfinningar geta byrjað að hverfa með tímanum. Það er ekkert eins líklegt til að slökkva þennan neista, eins og hefðbundið daglegt líf. Átök eru algeng í flestum hjónaböndum og samböndum – þegar verið er að eyða svona miklum tíma saman, getur verið erfitt að koma í veg fyrir ýmsar slæmar venjur og galla. Þegar börn blandast svo inn í umhverfið - geta átökin fengið aðra merkingu. Rifrildi, slagsmál og jafnvel þögn, getur allt sett mikinn svip á tilfinninganlega stöðu barna og jafnvel haft áhrif á þeirra líf um alla ævi. Fjölskyldu-markþjálfi getur aðstoðað fjölskyldur við að takast á fjölbreytt vandamál, þar á meðal:


Leyndarmál og svik Einhverskonar svik er líklega alvarlegasta málið til að takast á við í sambandi. Það getur verið ótrúlega erfitt að upplifa að félagi þinn, sá sem þú hefur valið að deila með lífi þínu og stofna fjölskyldu með, hefur verið þér ótrú/r á einhvern hátt. Það getur snúið þínu lífi á hvolf. Skyndilega er allt sem þú hélst að þú vissir, eitthvað til að efast um. Þú byrjar á því að efast um eigin getu til að dæma fólk, þú ferð að spyrja sjálfa/n þig - var þetta mér að kenna ? Getur þú gert eitthvað til að stöðva þetta? Algengar gerðir af svikum eru:

 • Framhjáhald

 • Fjárhættuspil

 • Drykkja

 • Klámfíkn

 • Leyndar skuldir

Oft finnst pörum það ómögulegt að takast á afleiðingar af völdum svika í sambandi. Þegar aðili sem þú hefur treyst allt þitt líf, blekkir eða villir stórvægilega um fyrir þér, getur verið mjög erfitt að skapa aftur traust. Þessi tilfinning um öryggi, virðingu og kærleik sem þú hafðir einu sinni, getur þá fljótt breyst í vantraust, ofsóknarbrjálæði og reiði - auk sorgarinnar um “þann gamla góða aðila” sem þú hélst að þú vissir allt um, en er ekki þarna lengur. Þótt margir velji að skilja eftir meiriháttar svik, reyna líka margir að finna leiðir til að takast á við svona vandamál vegna sinnar fjölskyldu.


Það er hægt að fá fjölskyldu-markþjálfa til að aðstoða fjölskyldur við bata frá svikum. Ólíkt ráðgjafa eða meðferðaraðila, reyna fjölskyldu-markþjálfar ekki að komast að rót þess, hvers vegna svik áttu sér stað. Hugmyndin um fjölskyldu-markþjálfun byggir ekki á því að finna sökudólg eða að ræða það sem gerðist. Hugmyndin um markþjálfun byggir á því að halda áfram með því að stilla upp nýjum grunni fyrir fjölskylduorkuna. Fjölskylduorka er mynstur í samskiptum á milli fjölskyldumeðlima – þetta byggir á því að breyta hegðunarvanda sem hefur þróast og allir aðilar sjái ábyrgð og grundvöll fyrir framtíð fjölskyldunnar í öðru ljósu. Fjölskyldu-markþjálfar þróa þessa hluti með ákveðnum gagnvirkum æfingum og aðferðum til að endurreisa traust og hjálpa fjölskyldum við að komast frá stóráföllum.


Leiðindi Ástríða og neisti sem pör njóta í upphafi getur slökknað hægt og rólega. Þegar pör stofna fjölskyldur saman, falla margir hlutir fljótt í venjubundinn farveg - húsverkin, skóli, vinna, að elda, sinna húsverkum, leikskólakeyrsla og svo framvegis - og þá byrja margir foreldrar að vanrækja eigin tengsl og eigin persónulegu þarfir.


Leiðindi er ein af stærstu ástæðum fyrir þvi að hjónaband brotnar niður. Annar aðilinn eða báðir fara þá að hugsa hvort það sé ekki meiri í lífinu en hefbundnar daglegar þarfir. Auðvitað er það þannig að þegar stofnað til fjölskyldu, er verið að færa ákveðnar fórnir. Það er ekki lengur hægt að fara óundirbúið í helgarferð til annarra landa, það er ekki hægt að fara út að djamma fram á morgun á hverju kvöldi, það er ekki hægt taka sér ársfrí til að ferðast um heiminn. Það þarf að vinna, það þarf að greiða reikningana og það þarf að vera í kring um börnin, þar sem þau eru ekki nógu gömul til að vera ábyrg fyrir sjálfum sér.


Það er ótrúlega takmörkuð hugsun að halda að lífið hætti þegar við finnum lífsfélaga og eignumst börn. Það eru til milljón leiðir til að innleiða skemmtun og spennu í líf fjölskyldunnar, án þess að fórna hamingju sinni eða hamingju maka þíns og barna.


Ef þú heldur að gott væri að hrista aðeins upp í umhverfi þinnar fjölskyldu, gætirðu ráðið fjölskyldu-markþjálfa til að koma með nokkrar jákvæðar breytingar í þitt daglega líf og þinnar fjölskyldu. Fjölskyldu-markþjálfun er sérstaklega árangursrík þegar fjölskylda er ósammála.

Dæmi: Annað foreldrið gæti stungið upp á spennanndi fjölskyldufríi í sumar til að skapa spennu og skemmtun, hitt gæti viljað spara peninga svo hægt sé að borga veðlánið á íbúðinni hraðar niður. Fjölskyldu-markþjálfi mundi þá aðstoða fjölskyldumeðlimi við að skilja hvorn annan og leggja grunn að málamiðlun á milli þess að takast á við hefðbundin framkvæmdaatriði í rekstri fjöldskyldunnar og þess að njóta lífsins.


Vandamál í umhverfi unglinga

Unglingsárin geta oft verið erfið fyrir alla fjölskylduna til að takast á við. Sambland af ofsafengnum hormóni, streitu í skóla, jafningjavandamálum og náttúrulegri baráttu fyrir eigin sjálfstæði getur fljótt snúist upp í mikla baráttu innan fjölskyldunnar.


Það getur verið næstum því ómögulegt fyrir suma foreldra, að stjórna villtum unglingum. Þau eru ekki lengur litlu sætu börnin, þau eru alvöru fólk, með alvöru vilja og skoðanir. Ef ungling langar í raun að gera eitthvað – mun hann gera það.


Fjölskyldu-markþjálfi getur unnið með foreldrum og unglingum í því skyni að koma á:

 • Gagnkvæmri virðingu

 • Skýrari mörkum

 • Meiri skilningi

Fjölskyldu-markþjálfi mun aðstoða bæði unglinga og foreldra við að sjá lífið frá hvors annars sjónarhóli. Það er oft misskilningur sem veldur deilum í fjölskyldum.


Dæmi: Unglingur gæti verið að eyða öllum sínum tíma í að spila tölvuleiki inn í sínu herbergi, án þess að aðstoða nokkuð við húsverkin. Er hann í raun bara latur, geðillur og eigingjarn? Eru kannski aðrar undirliggjandi ástæður fyrir þessari hegðun hans? Kannski er hann að eiga við einelti í skólanum, kannski er hann óöruggur um sitt útlit eða kærastan hans er nýbúin að segja honum upp. Foreldrar sem mæta óeðlilegri hegðun unglinga með reiði, skapa bara ástand þar sem unglingurinn fjarlægist enn meira.


Frá sjónarhóli unglings, sem er stressaður og reiður sínum foreldrum sem stöðugt eru að segja honum að gera einhver heimilisstörf, finnst þeir greinilega bara vera að gera honum enn erfiðara fyrir. Unglingurinn getur ekki skilið að reiði foreldranna, er bara ein tegund af umhyggju. Oft birtum við skaðandi tilfinningar til að fela okkar innri tilfinningar, vegna þess að við vitum ekki hvernig á að bregðast við þeim.


Fjölskyldu-markþjálfi getur aðstoðað alla í fjöldskyldunni með þessar tilfinningar og kennt fjöldskyldunni hvernig þær hafa áhrif á hvert annað. Þegar samskiptaformið hefur verið bætt og misskilningurinn upplýstur, geta fjölskyldumeðlimir lært að vera heiðarlegri hvor við annan.


Jafnvægi í vinnu og fjöldskylduumhverfi

Er maki þinn að eyða of miklum tíma í vinnunni? Finnst þér þú vera vanrækt/ur og allar sameiginlegar byrðar og skyldur séu á þínum herðum, á meðan maki þinn kemur seint úr vinnu nótt eftir nótt?


Það getur verið mjög erfitt að sannfæra maka um að eyða meiri tíma heima. Jafnvel þótt þú getir dregið hann út í göngu seinnipartinn, þá geturðu séð að hugur hans er annarstaðar, því hann er að skoða tölvupóstinnhólfið í símanum á þriggja sekúndna fresti.

Að giftast og eignast börn þýðir ekki endilega að þú þurfir að setja starfsframa þinn og markmið í bið - þú þarft bara einfaldlega að setja ákveðið jafnvægi í þína vinnu og þitt persónulega umhverfi.


Fjölskyldu-markþjálfun er öflugt tól fyrir fjölskyldur sem eyða miklum tíma í sundur (t.d. foreldrar sem fljúga mikið erlendis fyrir fyrirtæki o.fl.) og gefur öllum fjölskyldu-meðlimum tækifæri til að vera í sama herbergi og setja nákvæmlega hvað þeim finnst. Eru börnin að óska þess að mamma sé meira heima um helgar til að fara með þeim í dagsferðir, í stað þess að fara á skrifstofuna? Finnst einhverjum að sumir ættu að vinna minna? Fundir í fjölskyldu-markþjálfun eru hannaðir til að ná fram skoðunum allra upp á yfirborðið, svo hægt sé að ná fram þokkalegri málamiðlun í umhverfinu.Hversu lengi er þörf á fjölskyldu-markþjálfun?


Fundum í fjölskyldu-markþjálfun er ætlað að vera skemmtilegir, afslappandi og þægilegir fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Markþjálfarar eru yfirleitt mjög sveigjanlegir þegar kemur að tíma, þannig að ef þú vilt kreista út klukkutíma markþjálfun eftir vinnu og áður en þú ferð í ræktina, er það yfirleitt hægt.


Fjöldskyldu-markþjálfun er yfirleitt hægt að aðlaga að umhverfi fjöldskyldu. Stundum gæti verið gott að taka 30-60 mínútur með hverjum fjöldskyldumeðlimi og síðan einn eða fleiri sameiginlega markþjálfunartíma til að stilla saman strengi.


Setja þarf markmið á sameiginlegum fjölskyldu-markþjálfunarfundum um það sem allir eru sammála um að vilja ná fram og hvenær á að ná þeim markmiðum. Oft eru þetta lengri tíma markmið og þá þarf að seja millimarkmið á leiðinni, til að ná heildarmarkmiðum til lengri tíma.


Þegar greiningu á stöðu er lokið og búið að ganga frá markmiðum og aðgerðaráætlun, þá væri gott að hittast reglulega til að fara yfir stöðuna og fylgjast með framgangi á aðgerðaráætlun. Þetta gæti verið gert vikulega, á tveggja vikna fresti eða einu sinni í mánuði. Einnig mætti hittast með styttra millibili til að byrja með og lengja síðan tímann á milli funda, þegar komið er í ljós að vel gengur með aðgerðaráætlun og millimarkmið.53 views0 comments

Related Posts

See All

Comments


bottom of page