top of page

Heilsutengd markþjálfun (Health Coaching)


Coaching eða markþjálfun hefur verið að ryðja sér til rúms hérlendis á síðustu árum, en er nú samt þegar orðin talsvert vinsælli, virtari og almennt þekktari starfs- og fræðigrein víða erlendis, og jafnframt fastur liður í mörgum fyrirtækjum víða um heim í dag.  Coaching greinin er talin hafa fæðst í kringum 1960 og eiga rætur sínar að rekja til íþróttasálfræði (Sports Psychology).
Coaching eða markþjálfun hefur verið að ryðja sér til rúms hérlendis á síðustu árum, en er nú samt þegar orðin talsvert vinsælli, virtari og almennt þekktari starfs- og fræðigrein víða erlendis, og jafnframt fastur liður í mörgum fyrirtækjum víða um heim í dag.


Coaching greinin er talin hafa fæðst í kringum 1960 og eiga rætur sínar að rekja til íþróttasálfræði (Sports Psychology).

Markþjálfun getur verið skilgreind sem persónuleg, uppbyggileg og fagleg samvinna milli markþjálfa og einstaklings með það að markmiði að veita einstaklingnum hvatningu og stuðning við að færast áfram og sjá mælanlegan árangur og jákvæðar breytingar í lífi sínu, hvort sem markmið einstaklingsins tengist andlegu eða líkamlegu heilbrigði, starfsframa, samböndum eða öðru.


Á þeim tíma sem Coaching hefur vaxið og dafnað hafa margar mismunandi áherslur innan markþjálfunar þróast, td. Business Coaching, Executive Coaching, Life Coaching og Health Coaching.


Í þessari grein verður megin áhersla lögð á Health Coaching eða Heilsutengda markþjálfun, þar sem er upplifun mín er að Stjórnenda- og Fyrirtækjamarkþjálfun hafi fengið meiri umfjöllun og kynningu hérlendis, eflaust vegna þess að margir markþjálfar hér á landi hafa sérhæfingu á því sviði, og því minna verið fjallað um heilbrigðistengda markþjálfun.


Heilsutengda markþjálfun má skilgreina sem ferli eða samvinnu milli Health Coach og einstaklings sem miðar að því að bæta andlega og líkamlega heilsu og almenna vellíðan einstaklingsins, auk þess að stuðla að jafnvægi og bæta lífsgæði viðkomandi.

Heilsutengd markþjálfun er ólík öðrum heilsutengdum aðferðum og inngripum að því leitinu til að einstaklingurinn er hvattur til að finna sjálfur svör við eigin spurningum og lausnir við eigin vandamálum og það kemur því ekki í hlut markþjálfans að ráðleggja einstaklingnum eða segja fyrir verkum, enda benda rannsóknir til þess að fái fólk stuðning við að finna eigin lausnir að þá verði hvatningin meiri og árangurinn betri.

Einstaklingurinn er því í raun talinn sérfræðingurinn í sambandi hans við markþjálfann, enda þekkir enginn líf hans betur en hann sjálfur.


Þetta þýðir þó ekki að markþjálfinn búi ekki yfir ýmsum hæfileikum í sambandinu, en færni hans felst að miklu leyti í því að vera góður í  að hlusta og koma auga á jákvæða eiginleika og styrkleika í fari einstaklingsins, auk þess að styðja hann og hvetja áfram.


Það sem skilur Heilsutengda markþjálfun frá öðrum sérhæfingum innan markþjálfunnar eru meðal annars þau vísindi sem Health Coaching byggir á, en það er talið að heilbrigðistengd markþjálfun hafi meira en 100 sinnum fleiri rannsóknir á bak við sig en allar aðrar tegundir markþjálfunnar til samans, sem er kannski ekki skrítið þar sem markþjálfun þróaðist upprunalega út frá íþróttum og íþróttasálfræði.


Heilbrigðistengd markþjálfun hefur því ríkan vísindalegan bakgrunn, og markþjálfar sem styðjast við rannsóknir og viðurkenndar kenningar í starfi sínu geta hjálpað einstaklingum að ná miklum árangri í tengslum við bætta heilsu, andlega jafnt sem líkamlega.31 views

Related Posts

See All

Comments


bottom of page