= möguleikar - raskanir
Malcolm Fiellies er PCC leiðtogamarkþjálfi og þróunarstjóri EMEA. Á Markþjálfunardeginum 2. febrúar sem er fyrir stjórnendur, mannauðsfólk og markþjálfa, ræðir hann um aðferðir markþjálfunar sem stuðning við stjórnendur og starfsfólk í gegnum allar þær breytingar sem óhjákvæmilega eiga sér stað og þarf að takast á við.
Stuðningurinn við breytingar
,,Hvernig getum við stutt við að byggja upp og fylgja einstaklingum jafnt sem teymum í gegnum breytingar með öllum þeim áskorunum sem því fylgja”? spyr hann ,,þannig að viðkomandi eflist á meðan á breytingunum stendur og nái markmiðum sínum”.
Þessu ásamt fleiru mun Malcolm svara í fyrirlestri sínum en lykilorð breytinganna segir hann vera styrk, eldmóð, hvatningu og árangur. Þá bendir hann á að árangur sérhvers fyrirtækis eða stofnunar sé háður þeim eldmóði og styrk sem búi með starfsfólki þess og það þurfi hvatningu.
,,Í breytingum finnum við okkur í lausu lofti því við erum farin þaðan sem við vorum en erum heldur ekki komin þangað sem við stefnum” útskýrir Malcolm brosandi ,,við erum því ekki 100% örugg og sú staða er alltaf óþægileg”.
Spurninguna segir hann þessvegna ávallt vera þá hvernig markþjálfinn geti best stutt við einstaklinginn í þessu breytingarferli.
Mikilvægt að nýta verkfærin
Malcolm segir að það eina sem við vitum með vissu er að sífelldar breytingar verði í umhverfi okkar, alla daga en mismunandi þó. Þessvegna sé svo mikilvægt fyrir öll sem þurfa að aðlaga sig að breytingum, hvort sem þær séu jákvæðar eða neikvæðar, að nýta sér verkfærin sem markþjálfinn kemur með að borðinu, að finna styrk sinn og mátt í gegnum breytingaferlið og lenda örugglega að breytingum loknum.
,,Vissulega getur þetta ferli verið stormasamt og óþægilegt fyrir viðkomandi en þá er það markþjálfans að finna leið til að styrkja einstaklinginn í gegnum það svo hann komi mjúklega inn til lendingar og stöðvist að lokum við réttan landgang".
„Og hvernig styrkjum við svo leiðtoga í að beina starfsmanninnum þangað?” spyr hann að lokum og segist hlakka til að koma til Íslands, svara spurningunni og ræða þessi mál því hann elski að koma fólki og málefnum á flug.
Fyrirlestur Malcolms ber yfirskriftina Coaching: Supporting Staff Through Organizational Changes og þar mun hann leiða ráðstefnugesti í allan sannleikann um hvernig aðkoma markþjálfa gagnast í skipulagsbreytingum.
Markþjálfunardagurinn 2023 er 2. febrúar!
Ekki missa af þessum stærsta árlega viðburði markþjálfunar. Miðasala er á tix.is.
Comments