,,Markþjálfunardagurinn er okkar leið til að gefa af okkur og ræða um skemmtileg málefni og hin ýmsu viðfangsefni markþjálfunar” segir María Lovísa, formaður Félags markþjálfa á Íslandi, en hún starfar sem stjórnendamarkþjálfi á alþjóðlegum markaði.
,,Við bjóðum fólki að koma og hlusta á fjölmörg áhugaverð erindi og tökum sérstaklega á viðfangsefninu “árangur” og hvernig megi eflast og upplifa enn meiri árangur bæði í lífi og starfi”.
Dagurinn hefst á reynslusögum frá Reiknistofu Bankanna, Landsvirkjun og Marel og hvernig þau hafa náð árangri með markþjálfun. Síðan verða á boðstólnum frábær erindi markþjálfa um hin ýmsu viðfangsefni eins og til dæmis markþjálfun í tengslum við leiðtogaþróun, sjálfið, ákvarðanatöku, heildarhugsun og jákvæða sálfræði sem og markþjálfun í skólum og fyrir pólitísk framboð. Að lokum stígur Edda Björgvins á stokk og greinir frá því að húmor sem stjórntæki sé dauðans alvara. Það verður því af nógu að taka og mörg erindi til að velja um og á milli. Miðar fast á miði.is og kostar aðeins 8.900.- inn á daginn.
María Lovísa segir Markþjálfunardaginn góðan dag til að fræðast og fá innblástur og líka til að fókusa svolítið á sjálfan sig og fá hugmyndir um leiðir til aukins árangurs. ,,Það fara allir kátir og inspireraðir frá okkur. Við lofum því” segir hún að lokum.
留言