top of page

Fara allir kátir og inspireraðir frá okkur

,,Markþjálfunardagurinn er okkar leið til að gefa af okkur og ræða um skemmtileg málefni og hin ýmsu viðfangsefni markþjálfunar” segir María Lovísa, formaður Félags markþjálfa á Íslandi, en hún starfar sem stjórnendamarkþjálfi á alþjóðlegum markaði.



,,Við bjóðum fólki að koma og hlusta á fjölmörg áhugaverð erindi og tökum sérstaklega á viðfangsefninu “árangur” og hvernig megi eflast og upplifa enn meiri árangur bæði í lífi og starfi”.


Dagurinn hefst á reynslusögum frá Reiknistofu Bankanna, Landsvirkjun og Marel og hvernig þau hafa náð árangri með markþjálfun. Síðan verða á boðstólnum frábær erindi markþjálfa um hin ýmsu viðfangsefni eins og til dæmis markþjálfun í tengslum við leiðtogaþróun, sjálfið, ákvarðanatöku, heildarhugsun og jákvæða sálfræði sem og markþjálfun í skólum og fyrir pólitísk framboð.  Að lokum stígur Edda Björgvins á stokk og greinir frá því að húmor sem stjórntæki sé dauðans alvara. Það verður því af nógu að taka og mörg erindi til að velja um og á milli. Miðar fast á miði.is og kostar aðeins 8.900.- inn á daginn.


María Lovísa segir Markþjálfunardaginn góðan dag til að fræðast og fá innblástur og líka til að fókusa svolítið á sjálfan sig og fá hugmyndir um leiðir til aukins árangurs. ,,Það fara allir kátir og inspireraðir frá okkur. Við lofum því” segir hún að lokum.

18 views

Related Posts

See All

留言


bottom of page