top of page

Ert þú hjá gæðamarkþjálfa?

Skrifað af Önnu Maríu Þorvaldsdóttur ACC markþjálfa.


Markþjálfar deila hugsunum með viðskiptavinum sínum, eru samstarfsfélagar, spyrja kröftugra spurninga, ögra, bjóða bein tjáskipti, hlusta og heyra og skapa aukna meðvitund um leið og viðmælandinn tekur ábyrgð á eigin lífi, bæði í leik og starfi.



Á Íslandi hefur undirstaða markþjálfunar verið kennd frá árinu 2006. Árið 2010 var markþjálfun kennd á tveimur stöðum en nú er hægt að læra markþjálfun á þremur stöðum á Íslandi. Námið felur í sér að lágmarki 64 sérhæfðar markþjálfunarstundir (allt að 120 stundum, fer eftir kennsluaðila) og eitt af því sem þátttakandi tekur með sér eftir námið er að hafa náð tökum á helstu grunnkröfum til þess að geta hlotið alþjóðlega vottun hjá alþjóðlegum samtökum eins og t.d. International Coach Federation. Aðilar sem lokið hafa námi frá viðurkenndum kennsluaðila geta kallað sig markþjálfa. Að þessu sögðu er ljóst að þó nokkrir einstaklingar hafa farið í gegnum nám af þessu tagi á Íslandi.


Auk þess að læra markþjálfun á Íslandi er fagið kennt í all flestum löndum heims. Þó nokkrir íslenskir markþjálfar hafa sótt sér menntun erlendis. Ekki er rétt að aðili kalli sig markþjálfa nema hafa undirgengst sérhæft nám í markþjálfunarfræðum. Ekki dugar helgarnámskeið til eða reynsla af ráðgjafastörfum eða kennslu.


Hvað þarf að vera til staðar áður en markþjálfun getur hafist? Án nokkurs vafa skiptir sköpum að traust, trúnaður og gagnkvæm virðing ríki milli aðila, þ.e. markþjálfans og viðskiptavinarins, til þess viðskiptavinurinn geti farið þá leið að skapa aukna meðvitund og taka fulla ábyrgð á eigin lífi.


Með hvaða hugarfari ferð þú inn í markþjálfun? Hvað vilt þú fá út úr því að nýta þér markþjálfun? Því meira sem þú ert tilbúin(n) að skoða sjálfa(n) þig hreinskilnislega, treystir markþjálfanum og ferlinu því meira færð þú út úr markþjálfuninni.


Að finna rétta markþjálfann.

Þó nokkur reynsla er komin hér á landi með markþjálfun og nauðsynlegt er að þú treystir markþjálfanum og hafir löngun og vilja til að tjá þig af einlægni við hann, þá veistu að þú er með rétta markþjálfann fyrir þig. Því það er þannig með markþjálfa eins og til dæmis vinnufélagana, það getur verið einn sem hentar manni vel og annar ekki.


Til þess að markþjálfunarsambandið verði sem árangursríkast er nauðsynlegt að vera búinn að gera sér grein fyrir nokkrum atriðum áður en rétti markþjálfinn er fundinn. Til dæmis, hvers leita ég í fari markþjálfans? Skiptir menntun, aldur, kyn og önnur reynsla markþjálfans máli? Með þessa vitneskju og ákvörðun í farteskinu eru líkurnar á að velja rétt mun meiri.


Einkenni gæða-markþjálfa er að markþjálfinn fer eftir grunngildum og  siðareglum markþjálfunar og markmið markþjálfans er árangur viðmælandans.  Hvaða markmið, reynsla eða hugsjón markþjálfinn hefur er ekki umræðuefni samtalanna.


Æfingin skapar meistarann stendur skrifað. Það er með markþjálfun eins og aðra hæfni og þekkingu sem markþjálfar tileinka sér því meira sem aðferðin er notuð því betri verður viðkomandi í að nota hana viðmælanda sínum til framdráttar. Góður markþjálfi skapar það sem hér að ofan hefur komið fram m.a. með trausti, trúnaði og virðingu strax í fyrsta tíma.

Önnur einkenni um gæði markþjálfans er eiginleiki til þess að hlusta og heyra hvað sagt er og hvað er ekki sagt.  Heyra muninn á milli skynjunar og staðreyndar hjá viðskiptavininum. Heyra hver trúin er hjá viðmælandanum á því sem heldur öllu saman og skapar baráttuna og festuna. Geta strax skapað breytingu og eytt þessari baráttu og festu í óæskilegri hegðun viðmælandans. Þannig nær viðmælandinn mestum árangri.


Að þessu sögðu getur þú hafið varanlega breytingu á þínu lífi með verkfærum markþjálfunar hjá gæða-markþjálfa sem þú treystir, líður vel hjá og ert þá að ná framúrskarandi varanlegum árangri.


Þá er ekkert eftir nema hafa samband við markþjálfa og byrja ferðalagið.

66 views

Related Posts

See All

Comentários


bottom of page