Aðalfundur ICF Iceland félags markþjálfa á Íslandi verður haldinn 30. maí 2022 á Vinnustofu Kjarval, 4. hæð, Austurstræti 10 í Reykjavík klukkan 17:30. (Gengið er inn milli Vínbúðar og English Pub - aðgangskóði inn í bygginguna verður sendur síðar). Boðið verður upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur.
ATH. Fundi verður einnig streymt svo að þeir sem ekki komast geti tekið þátt.
Í lok aðalfundar mun Arnór Már Másson, nýkrýndur MCC meistari segja okkur frá MCC vegferðinni sinni. Það verður bæði fróðlegt og áhugavert fyrir okkur hin sem erum komin skemmra á vottunarvegferðinni okkar.
Dagskrá aðalfundar:
Tillaga stjórnar um löglega fundarmenn
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Ársreikningur fyrir árið 2021 lagður fram til samþykktar
Breytingar á samþykktum félagsins
Kosning stjórnar
Kosning varaformanns
Kosning meðstjórnenda
Kosning skoðunarmanns ársreiknings
Ákvörðun félagsgjalds
Önnur mál
Arnór Már Másson
Framboð til stjórnar óskast:
Fullskipuð stjórn er samansett af formanni, varaformanni og 1-5 meðstjórnendum. Varamenn eru 1-3.
Þrjár af fráfarandi stjórn eru að hefja sitt annað ár af kjöri og eru einnig einu stjórnarkonur ICF Iceland.
Þær eru:
Agnes Barkardóttir
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir
Rósa Kristín Stefánsdóttir
Óskað eftir framboðum í eftirtalin hlutverk:
Varaformaður (e. President Elect): Varaformaður er kosinn til tveggja ára í senn. Tekur í fyllingu tímans við sem formaður og þarf að hafa gilda vottun frá ICF Global (ACC, PCC eða MCC).
Meðstjórnendur (1-5 talsins):
Meðstjórnendur eru kosnir til eins og tveggja ára í senn þannig að það sem eftir er að kjörtímabili sé sem jafnast milli 1 og 2 ára.
Varamenn (1-3 talsins):
Kosnir til eins árs í senn.
Siðanefnd:
Hlutverk siðanefndar er að standa að fræðslu og umræðu um siðamál og reglur sem snerta starfsemi félagsmanna og starfa undir formerkjum ICF. Einnig að aðstoða við að beina kvörtunum um brot á siðareglum ICF í réttan farveg og til úrlausnar samkvæmt faglegu ferli hjá ICF Global (Ethical Conduct Review Process).
Framboðsfrestur:
Framboðsfrestur rennur út á aðalfundi. Kjörgengir eru þeir félagsmenn sem hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Framboðum skal skilað inn á netfangið icf@icficeland.is eða á aðalfundi. Framboð sem berast fyrir lok dags 22. maí verða send félagsmönnum með tölvupósti og birt á facebooksíðu félagsins, ásamt ársreikningi.
Atkvæðaréttur á aðalfundi:
Atkvæðarétt á aðalfundi hafa þau sem uppfylla skilyrði um félagsaðild og hafa greitt ársgjald sitt til félagsins fyrir starfsárið 1. apríl 2022 – 31. mars 2023.
Tillögur að breytingum á samþykktum:
Engar tillögur hafa borist.
Stjórn ICF Iceland hvetur alla félagsmenn til að mæta á aðalfund hvort sem það er í persónu eða í streymi og bjóða fram krafta sína fyrir félagið á nýju starfsári.
Við hlökkum til nýs tímabils með nýjum stjórnarmeðlimum og spennandi störfum fyrir félagið okkar allra.