top of page

Að ná lengra, gera betur og sigrast á erfiðleikum


Markþjálfun er öflug leið til að takast á við erfiðleika, mynda ný markmið, finna ástríðu sína og ná árangri.

Á erfiðum tímum kemur í ljós úr hverju við erum gerð, hvernig við tökumst á við erfiðleikana. Okkur er ýtt út úr þægindahringnum og verðum að takast á við nýjar og áður óþekktar aðstæður. Á svona tímum ná þeir bestum árangri sem eru tilbúnir til að breyta hegðun sinni, setja sér ný markmið eða jafnvel hugsa líf sitt upp á nýtt. Þó þetta hljómi einfalt þá er það fjarri því að vera það. Við erum ekki vön að hugsa hlutina up á nýtt, né erum við þjálfuð í að spyrja okkur gagnrýninna spurninga. Hvað er þá til ráða? Ef við viljum raunverulega gera eitthvað í málunum þá leitum við aðstoðar eða hjálpar og sem betur fer eru fjölmargir sem hægt er að leita til.


Á undaförnum árum hefur markþjálfum (Coaching) rutt sér mjög til rúms hérlendis sem öflug aðferð til að takast á við þessa hluti. Í Bandaríkjunum hefur þessi þjónusta vaxið hraðast allra undanfarin 20 ár, vegna þess árangurs sem hún hefur skilað þeim sem hafa nýtt sér hana. Markþjálfun er skipulög aðferð til að mynda kraftmikil markmið, uppgötva framtíðarsýn og löngun og ná markmiðum.


Markþjálfun á vaxandi vinsældum að fagna hérlendis eftir því sem fleiri kynna sér hana. Flestir starfandi markþjálfar á Íslandi eru félagar í Félagi markþjálfunar á Íslandi (FMÍ) og á heimasíðu félagsins (https://www.markthjalfun.is/markthjalfar) er hægt að sjá hverjir þeir eru. Félag markþjálfunar á Íslandi hefur sett sér strangar og ítarlegar (Siðareglur) sem allir markþjálfar í FMÍ hafa skuldbundið sig til að virða, en þær eru sniðnar eftir siðareglum International Coach Federation sem eru stærstu óháðu alþjóðlegu samtök markþjálfa í heiminum í dag með um 18.000 félaga í 90 löndum. Siðareglurnar og fullkominn trúnaður eru starfsgrundvöllur markþjálfa í FMÍ í því skyni að tryggja hagsmuni og öryggi viðskiptavinanna.


Til að koma í veg fyrir misskilning skal það tekið fram hér, að markþjálfi er EKKI meðferðaraðili, ráðgjafi eða leiðbeinandi. Markþjálfun hefur verið skilgreind sem viðvarandi faglegt samband sem miðar að því að viðskiptavinur taki skref sem gera framtíðarsýn hans, markmið og óskir að veruleika. Það sem markþjálfi gerir er að hann dregur fram hugmyndir viðskiptavinarins sem hann veit ekki að búa með honum. Markþjálfi skýrir og skerpir á því, hvað það er sem viðskiptavinurinn raunverulega vill. Hann skapar vettvang fyrir nýja sýn og ný viðhorf.


 Markþjálfi veitir stuðning við afdrifaríkar ákvarðanir og víkkar og stækkar hugsanaferli viðskiptavinarins með því að örva hann og ögra honum. Á stundu óvissu og glundroða getur hann veitt álit og bent á nýjar leiðir ef óskað er og nauðsyn krefur. Síðast en ekki síst veitir hann viðurkenningu á því sem vel er gert. Markþjálfi vinnur þannig að hann beitir virkri hlustun. Í samræðum bíða flestir eftir að koma sínum sjónarmiðum að og hirða oft lítið um það sem hinn aðilinn er að segja.  Markþjálfi hlustar á það sem sagt er og geinir raddblæ og tilfinningar, sem stundum segir meira en orðin sem eru notuð.


Oft skýrist málefnið með því einfaldlega að tala um það sem er mikilvægt og hvílir hvílir þungt á viðmælandanum. Málefni og hugmyndir viðskiptavinar eru ætíð í brennidepli og það eina sem skiptir máli í vinnu með markþjálfa. Markþjálfi kemur ekki með tilbúnar lausnir, heldur vinnur eingöngu útfrá hæfleikum, löngunum og markmiðumviðskiptavinarins. Markþjálfi spyr kraftmikilla spurninga sem leiða til aukins skýrleika, nýrra hugmynda og tækifæra og þokar viðskiptavininum í átt að markmiðum hans. Þá skapar hann vettvang fyrir nýja sýn með því að spyrja spurninga sem skapa nýtt sjónarhorn, eða ýtir viðskiptavininum út úr þægindasviði hans til að sjá nýjan flöt á málinu.


Í markþjálfunarsamtali fer af stað ferli sem erfitt er að lýsa í stuttu máli en margir viðskiptavinir upplifa að þeim hafi opnast nýja víddir, þess vegna bjóða flestir markþjálfar upp á ókeypis kynningartíma til að nýjir aðilar geti reynt þetta sjálfir áður en þeir taka ákvörðun um frekari viðskipti.


30 views

Related Posts

See All
bottom of page