top of page

15 ástæður fyrir því að þú hefur EKKI þörf fyrir að vinna með markþjálfa



  1. Þú ert ekki að vinna með nein meiriháttar breytingarferli í starfi (eða lífi). [Rétt][Rangt]

  2. Þú ert ekki að vinna með nýtt eða stækkandi hlutverk. [Rétt][Rangt]

  3. Þig langar ekki til þess að verða frambærilegri eða framsæknari en þú ert í dag. [Rétt][Rangt]

  4. Þú ert sátt/ur við núverandi hraða á persónulegum og faglegum vexti og sérð enga ástæðu til þess að vaxa hraðar. [Rétt][Rangt]

  5. Þú hefur enga þörf fyrir að ná betri árangri. [Rétt][Rangt]

  6. Þú sérð ekki ástæðu til þess að betrumbæta eða auka við hraða á dómgreind og ákvarðanatöku. [Rétt][Rangt]

  7. Þú þarft ekki að betrumbæta sambönd þín eða samskipti eða auka við getu þína og hæfileika til að tengjast við eða skilja aðra. [Rétt][Rangt]

  8. Líf þitt og starf eru í fullkominni sátt og jafnvægi. [Rétt][Rangt]

  9. Þú ert fullkomlega einbeitt/ur og fær um að framkvæma vel og skilmerkilega. [Rétt][Rangt]

  10. Þig langar ekki til þess að hafa meiri áhrif á heiminn eða umhverfi þitt en þú hefur nú þegar. [Rétt][Rangt]

  11. Líf þitt er einfalt og að mestu leiti laust við stress. [Rétt][Rangt]

  12. Gildi þín, markmið og aðgerðir eru fullkomlega samræmd. [Rétt][Rangt]

  13. Þú ert eins skipulöggð/lagður og þú hefur þörf og löngun til að vera. [Rétt][Rangt]

  14. Þú hefur enga þörf fyrir að bæta stjórnunar- eða leiðtogahæfileika þína. [Rétt][Rangt]

  15. Þú ert mjög sjálf-hvetjandi og drífandi, veist nákvæmlega hvað þú vilt í lífinu og ert með „allt þitt á hreinu”. [Rétt][Rangt]


Reynast flest eða öll þessi atriði rétt fyrir þér?  Ef ekki, þá myndir þú jafnvel vilja íhuga hvað það gæti gefið þér að vinna með færum markþjálfa.


Hér á síðu Félags markjálfunar á Íslandi undir Markþjálfar geturðu fundið lista yfir og upplýsingar um viðurkennda markþjálfa.

47 views

Related Posts

See All

Comentarios


bottom of page