top of page

Óttinn

Greinina skrifaði Ingólfur Þór markþjálfi


Hvað er ótti?  Hvaðan kemur hann?  Hvað hræðumst við?Ótti kemur í mörgum myndum en ein gerð af ótta er óttinn við sársauka. Við ímyndum okkur sársauka áður en við förum af stað og búum til ótta.

Óttinn við að missa af föstu venjum okkar.

Söknuður ef þú hættir í vinnunni eða ætlar að fara gera eitthvað sjálfur eða breyta matarvenjum eða vilt hætta að reykja eða hvað annað sem krefst breytinga á hegðun, þá verðum við óttaslegin.

Við förum að óttast að missa samstarfsfélagana, hádegisverðina, kaffisamtölin, öryggi launaseðilsins. Söknuður til yfirmanna eða deildarstjóra, sem þú gast leitað til, og þurfa ekki að hugsa sjálfstætt og geta látið segja þér hvað og hvernig þú eigir að leysa vandamál, söknuður eftir því að þurfa ekki að hugsa.

Óttinn við ferlið.

Svo er það ferlið.  Hvað ef ég þarf að vinna mikið til að geta borgað reikninga, hvað ef það verða hindranir á leiðinni, hvað ef ég verð að að hætta að borða pizzu, ég elska pizzu ég ætla ekki að hætta því, geta ekki tekið mínar 7 mínútur í reykingar til að slaka á, njóta og  útiverunnar 4 sinnum á dag. Hvað ef ég skil ekki eitthvað, hvað ef ég klúðra. Hvað ef...


Óttinn við álit annarra. Svo er það álit annarra.  Aðrir sem hræða mann og segja: ætlar þú að missa af föstum tekjum, missa af jólabónus og árshátiíðinni og svo framvegis. Hvað með reikningana?  Hvernig ætlar þú að greiða þá, hvernig ætlar þú að greiða fyrir íþróttaiðkun barna þinna? Ætlar að missa af þessu og hinu? Hvað rugl er þetta hvað veistu þú um....


Óttinn við niðurstöðuna. Hvað ef  niðurstaðan verður ekki eins og ég vildi, hvað ef grasið er ekki grænna hinu megin, hvað ef mér tekst þetta ekki, hvað ef ég hef ekki þetta í mér að vera sjálfstæður? Hvað ef ég vill svo ekki þetta.

Hvað ef, hvað ef, hvað ef, hvað ef.

Við erum líklegast flinkust að eyðileggja okkar eigin drauma á örskammri stundu, áður en haldið er af stað í ferlið. Óttinn étur okkur upp og við drögum okkur inn í skelina, vitstola af hræðslu.

Ef við hættum við allt og höldum áfram að gera það sem við höfum alltaf gert, hvað þá?

Við vitum samt sem áður betur innst í okkar hjarta. Hvenær hefur þú gert eitthvað fyrir sjálfan þig, og  ekki fyrir aðra. Reyndin er sú að ef við erum tilbúin að að hlusta á eigin sannfæringu og eigið hjarta þegar kemur að sjálfum okkkur þá munum við klára málið og ná árangri. Það er búið að margsanna þetta í gegnum tíðina, megin orsök þess að hlutir ganga ekki upp er að við gefumst upp eftir hafa verið slegin niður í nokkur skipti. Ef maður lærir ekki  af mistökum sínum og breytir aðferðinni þá endum við með sömu niðurstöðu, ekki satt?

Af hverju erum við svo fljót að hætta, við erum líklegast einu dýrin í dýraríkinu sem getum gefist upp án þess að deyja.


Leiðin til að losna við óttann er einföld, já ég sagði einföld. Það eina sem þarf að gera er að láta hjartað ráða og sína eigin sannfæringu og vera tilbúinn til að takast á við sjálfan sig. Ef við viljum láta okkur líða vel, vera heilsuhraust, léttari, afla meiri tekna, ferðast um heim allan þá er alltaf einhver fórnarkostnaður í einhvern tíma, kannski 1-3 ár, misjafnt eftir verkefnum.  En hvað eru 3 ár í samanburði við þann tíma sem liðinn er í dag. Ef þú byrjar í dag á einhverju, einhverju sem þú ætlar þér að gera og verður búinn að ná markmiðinu eftir 3 ár, orðinn skuldlaus, ánægðari, heilsusamlegri, léttari, brosandi og farin að lifa þeim lífstíl sem þú vilt og þvi sem þú hefur ástríðu fyrir, eru þá 3 ár ekki þess virði?

Ef þú byrjar ekki dag og heldur áfram á sömu braut hvað þá? Hvar endar þú þá, ætlar þú bara að sætta þig við hlutina eða þitt hlutiskipti, við þinn hlut, sama hlut og allir hinir, vera í meðallagi ánægður, í meðallagi hraustur, en aldrei ánægður með tekjurnar, lífið, vinnuna.

Lífið er val og allir hafa val, sama hvað menntunarstig við höfum, hvernig uppeldið var osfv.  Allir sem hafa hugsun og geta tjáð sig eiga val, en spurningin er hvort við ætlum að láta umhverfið okkar stýra okkar vali.  Eiga aðrir að ákveða fyrir okkur hvað við vinnum við og hvaða tekjur við eigum að hafa?


Horfumst í augu við staðreyndir.  Sagt er að peningar séu ekki allt, en af hverju kvarta flestir undan því að hafa ekki nægilega mikið af peningum á milli handanna?


Gott fólk, við erum í raun öll eins, þeir sem ná raunverulegum árangri velta ekki mikið fyrir sér hvað aðrir hugsa um þá, þó svo að þeir hætti í „góðri vinnu“, hætta að borða pizzur, kjöt, hætta að reykja, þá erum við ekki að gefa upp á bátinn hitt eða þetta heldur erum við að eitthvað  læra nýja hluti og auka við okkur þekkingu, það kemur eitthvað  annað í staðinn fyrir hið „gamla góða“.


Útkomunni stýrum við sjálf.  Hvað þarf að leggja á sig til að ná markinu, hvað þarftu að vita, við hverja þarftu að tala?  Og kannski mikilvægasta atriðið er að þetta er þín útkoma. Teiknaðu framtíðina upp.

Taktu flugið og sjáðu framtíðina og hættu að búa til afsakanir og hræða þig inn í geymslu og láta loka á þig. Taktu afstöðu til lífsins þíns í dag og skoðaðu gaumgæfilega hvað það  er sem þú vilt raunverulega gera fyrir sjálfan þig. Hvar viltu búa, hvernig bíl viltu eiga, hve mikið viltu ferðast, hvaða heilsu viltu hafa, hvað viltu gefa til baka til samfélagsins, hvað viltu gera með fjölskyldunni,hvað viltu skilja eftir þig og svo framvegis.


Prófaðu að byggja hús með engar teikningar.

Vertu fyrirmynd fyrir hina sem eru í geymslunum, vertu sá sem  sem breytti lífi sínu, taktu fólk með þér í ferðalagið og njóttu.  Láttu engan skemma þína drauma. Sama hver fórnarkostaðurinn er, skiptu út vinum, finndu nýja, finndu fólk sem er að gera eitthvað uppbyggilegt, líkur sækir líkan heim.

Ekki bíða, byrjaðu í dag og byrjaðu smátt, skref fyrir skref, leið að þinni velgengi er ekki bein lína heldur hringtorg, hægri og  vinstri snú, upp og niður en að lokum greiðist leiðin og lífið verður skemmtilegt og eins og þú valdir að hafa það.

 Hækkaðu flugið og sjáðu heildarmyndina, ekki festast í stöðunni í dag. Bolaðu óttanum á braut og hugsaðu um sjálfan þig


Það verður alltaf einhver fórnarkostnaður en spurningin er hverju ertu tilbúinn til að fórna til að vera ánægður, hverju ertu að fórna í dag til verða EKKI ÁNÆGÐUR.44 views

Related Posts

See All

Comments


bottom of page