Jóna Björg Sætran, ACC markþjálfi
  • Blog >
  • Hvers vegna ICF Global?
RSS Feed

Hvers vegna ICF Global?

Jóna Björg Sætran

Jóna Björg Sætran skrifar:

Hvernig get ég nýtt mér efni á ICF Global?

Á vefsvæði ICF global er leitast við að veita markþjálfum ákveðna símenntun í margvíslegu og breytilegu formi. Þar er til dæmis stundum boðið upp á netnámskeið þar sem þú getur hlustað á sérfræðinga á sviði markþjálfunar fjalla um hina ýmsu grunnþætti markþjálfunar, en einnig ýmislegt varðandi að byggja upp faglega þjónustu við marksækjendur.

Önnur netnámskeið eru þannig að þú getur lagt fram spurningar eða tekið þátt og einnig lagt til málanna. Nú í september gæti til dæmis verið áhugavert fyrir þig að taka þátt í gagnvirkum netfundum sem eru skipulagðir fyrir markþjálfa sem hafa áhuga á að dýpka þekkingu sína og færni á ákveðnum sviðum. Þeir sem taka þátt eru hvattir til að deila sinni reynslu og þekkingu líka með hinum þátttakendunum á gagnvirka netfundinum. Til að finna nánari upplýsingar um þetta ferðu inn á svæðið þitt á ICF Global, velur þar My Learning Activities og þar finnur þú ICF Communities of Practice. Í dag 1. september er þegar búið að auglýsa og kynna fjögur gagnvirk netnámskeið í september, dagana 6., 10., 19. og 26. sept. Kannaðu málið!

Please feel free to contact me!

LOCATION

Find me on the map

Office Hours

Primary

Monday:

9:00 am-5:00 pm

Tuesday:

9:00 am-5:00 pm

Wednesday:

9:00 am-5:00 pm

Thursday:

9:00 am-5:00 pm

Friday:

9:00 am-5:00 pm

Saturday:

Closed

Sunday:

Closed