Ingvar Jónsson, PCC markþjálfi skrifar: Þeir sem ná árangri vita hvað þeir vilja og færast markvisst nær því sem þeir þrá og vilja á meðan hinir reyna að komast í burtu frá því sem þeir vilja ekki. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að þeir sem setja sér markmið að staðaldri eru ekki endilega hamingjusamari en þeir sem ekki setja sér markmið – nema þeir hafi skoðað bæði hug sinn og hjarta og fundið raunverulegar, hvetjandi og drífandi ástæður fyrir því að ná markmiðunum sínum. Það má vel vera að þeir hafi hærri tekjur, nái lengra í starfi, fari í dýrari sumarfrí og njóti meiri veraldlegra gæða. Það hefur einfaldlega mjög lítið með hamingju eða lífsfyllingu að gera.
Read more